Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings
Dagskrá
1.Aðalskipulag Norðurþings 2025-2045
Málsnúmer 202305040Vakta málsnúmer
Unnið er að endurskoðun aðalskipulags Norðurþings 2025-2045.
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur að gefa upplýsingar inn í þá vinnu um breytingar og viðbætur sem eru fyrirhugaðar á hafnarsvæðunum á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn á næstu 20 árum.
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur að gefa upplýsingar inn í þá vinnu um breytingar og viðbætur sem eru fyrirhugaðar á hafnarsvæðunum á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn á næstu 20 árum.
Stjórn Hafnasjóðs felur hafnastjóra að vera í sambandi við siglingasvið Vegagerðarinnar vegna þessa og taka málið upp í stjórn að nýju á næstu vikum.
2.Verndarfulltrúi hafnar og hafnaraðstöðu
Málsnúmer 202308005Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn liggur tillaga hafnastjóra um að Elías Frímann Elvarsson verði verndarfulltrúi hafna Norðurþings.
Einnig leggur hafnastjóri til að Aðalgeir Bjarnason verði samþykktur sem verndarfulltrúi hafna Norðurþings í forföllum Elíasar.
Einnig leggur hafnastjóri til að Aðalgeir Bjarnason verði samþykktur sem verndarfulltrúi hafna Norðurþings í forföllum Elíasar.
Stjórn Hafnasjóðs samþykkir fyrirliggjandi tillögur hafnastjóra um verndarfulltrúa fyrir hafnir Norðurþings.
3.Ósk um leigu á vigtarskúr á hafnarsvæði
Málsnúmer 202306100Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur erindi frá Sjóferðum Arnars ehf. vegna áframhaldandi afnota af Hafnarstétt 35.
Stjórn Hafnasjóðs samþykkir að framlengja núverandi samkomulag við Sjóferðir Arnars ehf. að því gefnu að samþykkt verði að gagnkvæmur uppsagnarfrestur verði 1. mánuður.
Stjórn felur hafnastjóra að ganga frá samkomulaginu.
Stjórn felur hafnastjóra að ganga frá samkomulaginu.
4.Ýmis mál vegna rekstrar og fjárfestingar
Málsnúmer 202309051Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggja ýmis mál tengd fjárfestingu og rekstri.
Lagt fram til kynningar.
5.Umsögn Cruise Iceland við 468. mál, þingskjal 509.
Málsnúmer 202305029Vakta málsnúmer
Fyrir stjórninni liggur til kynningar greinargerð Cruise Iceland til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis; andmæli Cruise Iceland við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld o.fl. (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl.) þingskjal 509, 468. mál. Um er að ræða mögulegt afnám tollfrelsis skemmtiferðaskipa og starfshópavinnu í aðgerðaráætlun ferðamálastefnu 2030.
Lagt fram til kynningar.
6.Fundagerðir 2023 - Hafnasamband Íslands
Málsnúmer 202301072Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur fundargerð Hafnasambands Íslands 458. fundur haldinn þann 17. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.
7.Breyting deiliskipulags miðhafnarsvæðis
Málsnúmer 202311118Vakta málsnúmer
Fyrir hafnastjórn liggur bókun frá 176. fundi Skipulags- og framkvæmdaráðs til kynningar, sem snýr að tveimur breytingum á fyrirliggjandi deiliskipulagi Miðhafnarsvæðis á Húsavík.
Stjórn Hafnasjóðs tekur jákvætt í fyrirliggjandi breytingar. Stjórnin felur hafnastjóra að koma ábendingum varðandi breytingar á flotbryggjum til skipulagsfulltrúa.
Fundi slitið - kl. 10:30.