Fara í efni

Aðalskipulag Norðurþings 2025-2045

Málsnúmer 202305040

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 156. fundur - 16.05.2023

Hrafnhildur Brynjólfsdóttir og Sigmar Metúsalemsson hjá Eflu kynntu stöðu skipulagslýsingar vegna endurskoðunar aðalskipulags Norðurþings.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Hrafnhildi og Sigmari fyrir kynninguna.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 162. fundur - 27.06.2023

Hrafnhildur Brynjólfsdóttir skipulagsráðgjafi og Anna Bragadóttir frá Eflu kynntu stöðu skipulagslýsingar.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Hrafnhildi og Önnu fyrir kynninguna.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 164. fundur - 15.08.2023

Fyrir liggur tillaga að skipulags- og matslýsingu fyrir endurskoðun aðalskipulags Norðurþings.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að annast kynningu skipulagslýsingar til samræmis við ákvæði skipulagslaga. M.a. skuli kynning fela í sér íbúafundi á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 136. fundur - 24.08.2023

Á 164. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að annast kynningu skipulagslýsingar til samræmis við ákvæði skipulagslaga. M.a. skuli kynning fela í sér íbúafundi á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn.
Til máls tók: Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs samhljóða.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 18. fundur - 15.12.2023

Unnið er að endurskoðun aðalskipulags Norðurþings 2025-2045.

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur að gefa upplýsingar inn í þá vinnu um breytingar og viðbætur sem eru fyrirhugaðar á hafnarsvæðunum á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn á næstu 20 árum.
Stjórn Hafnasjóðs felur hafnastjóra að vera í sambandi við siglingasvið Vegagerðarinnar vegna þessa og taka málið upp í stjórn að nýju á næstu vikum.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 201. fundur - 22.10.2024

Hrafnhildur Brynjólfsdóttir og Ásgeir Jónsson hjá Eflu kynntu fyrirliggjandi vinnslutillögu Aðalskipulags Norðurþings 2025-2045.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Hrafnhildi og Ásgeiri kynninguna. Stefnt er að því að taka vinnslutillöguna aftur til umfjöllunar á næsta fundi ráðsins.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 202. fundur - 05.11.2024

Fyrir liggur vinnslutillaga skipulagsráðgjafa hjá Eflu að endurskoðuðu aðalskipulagi Norðurþings 2025-2045. Framlögð gögn eru greinargerð aðalskipulags, umhverfismatsskýrsla og aðalskipulagsuppdrættir. Ennfremur fylgja greinargerðir vegna umfjöllunar um landbúnaðarland og vegi í náttúru Íslands auk uppdrátta þeim fylgjandi.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að hefja kynningu skipulagstillögunnar á vinnslustigi.