Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

136. fundur 24. ágúst 2023 kl. 13:00 - 13:20 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hjálmar Bogi Hafliðason Forseti
  • Hafrún Olgeirsdóttir 2. varaforseti
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Soffía Gísladóttir aðalmaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Viðarsson 1. varamaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir 3. varamaður
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Anna Gunnarsdóttir skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
Dagskrá

1.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögurra ára og tilnefningar á aðalfundi 2022-2026

Málsnúmer 202205077Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja eftirfarandi breytingar á nefndarskipan V-lista:

Jónas Þór Viðarson verður aðalfulltrúi í fjölskylduráði í stað Ingibjargar Benediktsdóttur.
Ingibjörg Benediktsdóttir verður aðalfulltrúi í skipulags- og framkvæmdaráði og jafnframt varaformaður í stað Kolbrúnar Valbergsdóttur Valby.


Fyrir sveitarstjórn liggja eftirfarandi breytingar á nefndarskipan M-lista:

Birkir Freyr Stefánsson verður aðalfulltrúi í skipulags- og framkvæmdaráði í stað Áka Haukssonar. Ágústa Ágústsdóttir kemur inn ný sem varafulltrúi.


Fyrir sveitarstjórn liggja eftirfarandi breytingar á nefndarskipan S-lista:

Rebekka Ásgeirsdóttir verður aðalfulltrúi í skipulags- og framkvæmdaráði í stað Ísaks Más Aðalsteinssonar.
Ísak Már Aðalsteinsson verður aðalfulltrúi í fjölskylduráði og jafnframt varaformaður í stað Rebekku Ásgeirsdóttur.
Til máls tóku: Ingibjörg og Hjálmar.

Fulltrúar V- og S- lista leggja fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar V- og S-lista vilja bregðast við athugasemdum Jafnréttisstofu á hlutfalli kynja í nefndum og ráðum í sveitarfélaginu. Með þessum breytingum viljum við tryggja að jafnræðis kynja sé gætt.
Við viljum einnig benda á í júní sl. var samþykkt endurskoðuð jafnréttisáætlun sveitarfélagsins, en þar segir:
Markvisst skal unnið að því að jafna hlut kynja í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum sveitarfélagsins. Við skipan í nefndir, ráð og stjórnir, skal þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Þannig skal tryggja jafna þátttöku kynjanna við ákvörðunartöku og að stefnumótun í samfélaginu sé sem jöfnust.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögur.

2.Fundaáætlun sveitarstjórnarfunda fram að áramótum

Málsnúmer 202202065Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi fundaáætlun fyrir sveitarstjórn Norðurþings fram að áramótum til samþykktar:

28. september, 19. október og 30. nóvember.

Til máls tók: Hjálmar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu um fundaáætlunar.

3.Aðalskipulag Norðurþings 2025-2045

Málsnúmer 202305040Vakta málsnúmer

Á 164. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að annast kynningu skipulagslýsingar til samræmis við ákvæði skipulagslaga. M.a. skuli kynning fela í sér íbúafundi á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn.
Til máls tók: Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs samhljóða.

4.Óveruleg breyting á deiliskipulagi fyrir fiskeldisstöðina Röndina á Kópaskeri

Málsnúmer 202307009Vakta málsnúmer

Á 164. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs, var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð telur að stækkun byggingarreits muni hafa óveruleg áhrif út fyrir lóð fiskeldisins og leggur því til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt sem óveruleg breyting á deiliskipulagi.
Til máls tók: Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs samhljóða.

5.Byggðarráð Norðurþings - 433

Málsnúmer 2306007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 433. fundar byggðarráðs.
Fundargerð frá sumarleyfi sveitarstjórnar.
Lagt fram til kynningar.

6.Byggðarráð Norðurþings - 434

Málsnúmer 2306010FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 434. fundar byggðarráðs.
Fundargerð frá sumarleyfi sveitarstjórnar.
Lagt fram til kynningar.

7.Byggðarráð Norðurþings - 435

Málsnúmer 2306014FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 435. fundar byggðarráðs.
Fundargerð frá sumarleyfi sveitarstjórnar.
Lagt fram til kynningar.

8.Byggðarráð Norðurþings - 436

Málsnúmer 2307002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 436. fundar byggðarráðs.
Fundargerð frá sumarleyfi sveitarstjórnar.
Lagt fram til kynningar.

9.Byggðarráð Norðurþings - 437

Málsnúmer 2307005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 437. fundar byggðarráðs.
Fundargerð frá sumarleyfi sveitarstjórnar.
Lagt fram til kynningar.

10.Byggðarráð Norðurþings - 438

Málsnúmer 2308002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 438. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

11.Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 14

Málsnúmer 2308001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 14. fundar stjórnar Hafnasjóðs Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

12.Skipulags- og framkvæmdaráð - 164

Málsnúmer 2307004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 164. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

13.Fjölskylduráð - 160

Málsnúmer 2307003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 160. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:20.