Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Hnotasteinn, staða verkefnisins
Málsnúmer 202504010Vakta málsnúmer
Á fundinn koma forsvarsmenn Qair Iceland ehf. og kynna stöðu verkefnisins Hnotasteinn á Hólaheiði.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar forsvarsmönnum Qair Iceland ehf. fyrir komuna á fundinn og kynninguna.
2.Röndin ehf. óskar eftir leyfi fyrir viðbótargám
Málsnúmer 202501080Vakta málsnúmer
Röndin ehf óskar eftir stöðuleyfi fyrir viðbótargám ofan á fyrirliggjandi gámi við hlið húss að Röndinni 5b til geymslu málma. Fyrir liggur jákvæð umsögn eldvarnareftirlits.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að Röndinni ehf. verði heimilað að koma fyrir viðbótargámi innan lóðar fyrirtækisins, á milli Randarinnar 5a og 5b, og fái stöðuleyfi til eins árs.
3.Afsláttur af gatnagerðagjöldum valdra lóða í Norðurþingi
Málsnúmer 202504024Vakta málsnúmer
Síðastliðin ár hefur Norðurþing boðið upp á afslátt af gatnagerðargjöldum á ákveðnum óúthlutuðum lóðum í sveitarfélaginu.
Skipulags- og framkvæmdaráð þarf að taka ákvörðun um hvort bjóða skuli upp á 50% afslátt af gildandi gjaldskrá gatnagerðargjalda á lóðum innan sveitarfélagsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð þarf að taka ákvörðun um hvort bjóða skuli upp á 50% afslátt af gildandi gjaldskrá gatnagerðargjalda á lóðum innan sveitarfélagsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að veittur verði 50% afsláttur af gatnagerðargjöldum vegna bygginga á eftirfarandi lóðum á Húsavík:
Lyngbrekka 6
Lyngbrekka 8
Lyngbrekka 9
Lyngbrekka 11
Urðargerði 5
Miðist afsláttur við að húsnæði verði fokhelt fyrir lok árs 2028.
Lyngbrekka 6
Lyngbrekka 8
Lyngbrekka 9
Lyngbrekka 11
Urðargerði 5
Miðist afsláttur við að húsnæði verði fokhelt fyrir lok árs 2028.
4.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036
Málsnúmer 202305060Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur ósk frá SSNE að Norðurþing tilnefni tengilið vegna þeirrar vinnu sem framundan er í tengslum við verkefnið.
Skipulags- og framkvæmdaráð tilnefnir Elvar Árna Lund sem tengilið við verkefnið.
5.Útboð sorphirðu 2025
Málsnúmer 202412033Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs fór yfir og kynnti niðurstöður útboðs í sorphirðu á Húsavík og Reykjahverfi.
Frestur til að skila inn tilboðum var til 3. apríl 2025 og bárust þrjú tilboð, frá Terra, Íslenska gámafélaginu og Kubbi. Lægstbjóðandi var Terra með 5,7% yfir kostnaðaráætlun.
Frestur til að skila inn tilboðum var til 3. apríl 2025 og bárust þrjú tilboð, frá Terra, Íslenska gámafélaginu og Kubbi. Lægstbjóðandi var Terra með 5,7% yfir kostnaðaráætlun.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að fara yfir tilboðin og taka hagkvæmasta tilboðinu.
6.Reiturinn, svæði Í5, auglýsing lóða
Málsnúmer 202504022Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs leggur til að sveitarfélagið auglýsi lausar byggingarlóðir í Reitnum, svæði Í5.
Lóðirnar verði auglýstar á heimasíðu Norðurþings og á samfélagsmiðlum.
Undirbúningur gatnagerðar og lagnavinnu er langt kominn og stefnt að verklokum 2. áfanga í júní 2025.
Lagt er til að auglýstar verði lóðir nr. 29 og 31 við Ásgarðsveg og lóðir nr. 18 og 20 við Stóragarð, svk. deiliskipulagi fyrir íbúðarsvæði Í5 og breytingum á því frá 1.desember 2022.
Við Stórargarð er heimilt að byggja allt að 5 hæða fjölbýlishús, en við Ásgarðsveg allt að 3. hæða fjölbýlishús.
Lóðirnar verði auglýstar á heimasíðu Norðurþings og á samfélagsmiðlum.
Undirbúningur gatnagerðar og lagnavinnu er langt kominn og stefnt að verklokum 2. áfanga í júní 2025.
Lagt er til að auglýstar verði lóðir nr. 29 og 31 við Ásgarðsveg og lóðir nr. 18 og 20 við Stóragarð, svk. deiliskipulagi fyrir íbúðarsvæði Í5 og breytingum á því frá 1.desember 2022.
Við Stórargarð er heimilt að byggja allt að 5 hæða fjölbýlishús, en við Ásgarðsveg allt að 3. hæða fjölbýlishús.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að auglýsa lausar byggingarlóðir í Reitnum, svæði Í5, nr. 29 og 31 við Ásgarðsveg og lóðir nr. 18 og 20 við Stóragarð.
7.Umhverfisátak Norðurþings 2025
Málsnúmer 202501068Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri kynnti drög að verklagsreglum umhverfisátaks Norðurþings 2025 og drög að bréfi á lóðarhafa iðnaðar- og athafnalóða í sveitarfélaginu.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir verklagsreglur um umhverfisátak Norðurþings.
8.Ráðhús á Raufarhöfn
Málsnúmer 202503114Vakta málsnúmer
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur að tillögu valnefndar samþykkt styrk að upphæð 8.000.000 kr úr C.1., sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða, vegna verkefnisins „Ráðhúsið á Raufarhöfn, atvinnu- og samfélagssetur“.
Með fundarboði fylgir minnisblað atvinnu- og samfélagsfulltrúa vegna verkefnisins.
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til verkefnisins og mótframlags Norðurþings.
Með fundarboði fylgir minnisblað atvinnu- og samfélagsfulltrúa vegna verkefnisins.
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til verkefnisins og mótframlags Norðurþings.
Skipulags- og framkvæmdaráð fagnar styrknum og felur sviðsstjóra að forgangsraða framkvæmdum til samræmis við fjárveitingar.
9.Þórseyri - niðurrif íbúarhúss
Málsnúmer 202504026Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs leggur til að skipulags- og framkvæmdaráð taki ákvörðun um að rífa íbúðarhúsið í Þórseyri í Kelduhverfi og veita slökkviliði Norðurþings heimild til að nýta það fyrir brunaæfingu.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar niðurrif íbúðarhússins í Þórseyri í Kelduhverfi ásamt því að heimila brunaæfingu slökkviliðs Norðurþings.
10.Aðalskipulag Norðurþings 2025-2045
Málsnúmer 202305040Vakta málsnúmer
Frá því athugasemdafrestur rann út vegna vinnslutillögu aðalskipulags hafa borist fáeinar umsagnir til viðbótar, m.a. frá Hafrannsóknarstofnun, Veðurstofu Íslands, Skipulagsstofnun og Hafnarstjórn Norðurþings. Skipulagsfulltrúi kynnti þær athugasemdir sem borist hafa frá síðustu umfjöllun.
Skipulagsfulltrúa er falið að bæta nýlega komnum umsögnum inn í samantekt af athugasemdum og ábendingum sem borist hafa vegna vinnslutillögunnar.
11.Múlaþing óskar umsagnar vegna aðalskipulags
Málsnúmer 202503107Vakta málsnúmer
Múlaþing kynnir nú vinnslutillögu að heildaendurskoðun aðalskipulags Múlaþings 2025-2045. Vinnslutillagan er kynnt á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Frestur til að skila athugasemdum og ábendingum er til 5. maí 2025.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings hefur engar athugasemdir við vinnslutillöguna á þessu stigi.
12.Vatnsverndarsvæði í Norðurþingi
Málsnúmer 202504006Vakta málsnúmer
Fyrir liggur skýrsla Verkfræðistofunnar Vatnaskila um vatnsverndarsvæði í Norðurþingi, dags. mars 2025. Skýrslan var unnin að beiðni Norðurþings þar sem tilefni þótti til að endurskoða afmörkun helstu vatnsverndarsvæða í sveitarfélaginu. Skýrslan innifelur m.a. tillögur að endurskoðuðum mörkum vatnsverndarsvæða við Húsavík, í Reykjahverfi, Kelduhverfi og Öxarfirði.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra að afmarkanir þeirra vatnsverndarsvæða Norðurþings sem skýrslan nær til verði til samræmis við tillögur sem fram koma í skýrslu Verkfræðistofunnar Vatnaskila.
13.Umsókn um lóð að Lyngbrekku 9
Málsnúmer 202503118Vakta málsnúmer
Sebastian Florczyk óskar úthlunar lóðarinnar að Lyngbrekku 9 á Húsavík. Ennfremur óskar Sebastian þess að afsláttarkjör gatnagerðargjalds lóðarinnar verði framlengd.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Sebastian Florczyk verði úthlutað lóðinni að Lyngbrekku 9.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Bergþór Bjarnason, fjármálastjóri, sat fundinn undir liðum 1, 4 og 5.
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sat fundinn undir liðum 1, 7 og 8.
Karen María Jensdóttir, Arnór Tumi Jóhannsson og Francisco Ari Quintana frá Qair sátu fundinn undir lið 1.