Útboð sorphirðu 2025
Málsnúmer 202412033
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 206. fundur - 17.12.2024
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur tillaga frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs um að Norðurþing bjóði út sorphirðu í sveitarfélaginu á næsta ári.
Ráðið felur sviðsstjóra einnig að hefja vinnu við gerð nýrrar samþykktar um sorphirðu í sveitarfélaginu til samræmis við fyrirkomulag sorphirðu í útboðsgögnum.
Norðurþing þakkar samstarfið við Íslenska gámafélagið síðastliðin ár en telur ekki æskilegt að framlengja gildandi samning til eins árs, eins og heimilt er skv. samningi. Ástæður þess eru fyrst og fremst þær forsendubreytingar sem hafa átt sér stað á samningstímanum auk annarra fyrirsjáanlegra breytinga á fyrirkomulagi sorphirðu á næstu mánuðum, eftir að ný lög í úrgangsmálum tóku gildi 1. janúar 2023.