Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

206. fundur 17. desember 2024 kl. 13:00 - 15:00 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Birkir Freyr Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri á framkvæmdasviði
  • Líney Gylfadóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Líney Gylfadóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Hafrún Olgeirsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi, og Stefán Jón Sigurgeirsson, verkefnastjóri á velferðarsviði, sátu fundinn undir liðum 7 og 8.

1.Breyting aðalskipulags vegna þjónustusvæðis í Aksturslág

Málsnúmer 202411088Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frumtillaga skipulagsráðgjafa að breytingu aðalskipulags Norðurþings vegna nýs 3,8 ha verslunar- og þjónustusvæðis (VÞ5) í Aksturslág á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta vinna breytingar á vinnslutillögu að aðalskipulagsbreytingu til samræmis við umræður á fundinum.

2.Nýtt deiliskipulag verslunar- og þjónustusvæðis við Aksturslág

Málsnúmer 202405078Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frumtillaga að deiliskipulagi verslunar og þjónustusvæðis við Aksturslág á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að vinna skipulagstillöguna áfram til samræmis við umræður á fundinum.

3.Breyting deiliskipulags athafnasvæðis A5 - Kringlumýri

Málsnúmer 202412026Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga skipulagsráðgjafa að breytingu deiliskipulags athafnasvæðis A5 að Kringlumýri á Húsavík.
Lagt fram til kynningar.

4.Breyting deiliskipulags Stórhóll- Hjarðarholt

Málsnúmer 202311126Vakta málsnúmer

Fyrir liggur breytt tillaga skipulagsráðgjafa vegna breytingar deiliskipulags Stórhóls-Hjarðarholts. Tekið hefur verið tillit til umfjöllunar ráðsins frá fundi 3. desember s.l.
Við breytingu deiliskipulags Stórhóll - Hjarðarholt verða til tvær nýjar götur, undirritaður gerir það að tillögu að nýja gatan með innkeyrslu af Stórhóli beri nafnið Sjónarhóll og nýja gatan með innkeyrslu frá Þverholti hljóti nafnið Hulduhóll með vísan í Unni Benediktsdóttur Bjarklind sem bar skáldanafnið Hulda og bjó á Húsavík um árabil.
Eysteinn Heiðar Kristjánsson.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir samhljóða tillögu Eysteins.

Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta vinna tillöguna áfram í samræmi við umræður á fundinum.

5.Ósk um endurskoðun á afgreiðslu erindis málsnr.202410057

Málsnúmer 202412001Vakta málsnúmer

Elías Frímann Elvarsson óskar endurskoðunar á afgreiðslu skiipulags- og framkvæmdaráðs frá 22. október s.l. þar sem ráðið féllst ekki á að gefa út lóðarleigusamning undir húseign hans við Lækjargil.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs telur bæði deiliskipulag og aðalskipulag ágætlega skýr með að húsdýrasvæði við Lækjargil og Traðargerði á Húsavík eru hugsuð fyrir sauðfé og hesta. Samkvæmt aðalskipulaginu eru fjárhús sunnan Húsavíkurlækjar og hesthús norðan lækjarins. Ráðið fær ekki séð að notkun húss við Lækjargil til hundaræktar samræmist umfjöllun aðalskipulags og deiliskipulags. Ráðið fellst því ekki á að gerður verði lóðarleigusamningur vegna húseignar Elíasar við Lækjargil.

Eysteinn Heiðar Kristjánsson situr hjá.

6.Drög að flokkun tíu vindorkuverkefna

Málsnúmer 202412039Vakta málsnúmer

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 229/2024 - "Drög að flokkun tíu vindorkuverkefna". Um er að ræða fyrra umsagnarferli af tveimur. Meðal verkefna sem til umfjöllunar eru í drögunum er fyrirhuguð uppbygging Hnotasteins á Hólaheiði í Norðurþingi. Þar er gert ráð fyrir 34 vindmyllum með uppsettu heildarafli upp á 190 MW.

Umsagnarfrestur er til og með 03.01.2025
Lagt fram til kynningar.

7.Aðstaða fyrir áhorfendur á PCC-vellinum á Húsavík

Málsnúmer 202409077Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti framvindu áætlaðra framkvæmda á PCC-vellinum á Húsavík árið 2025.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að láta útfæra lýsingu á vellinum samhliða uppbyggingu á áhorfendastúku sem skal vera miðjusett. Ráðið ákveður að bíða með uppsetningu vökvunarkerfis þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar ársins 2025.

8.Sundlaug Húsavíkur - Uppfærsla á stýrikerfi.

Málsnúmer 202412040Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti fyrir ráðinu vinnuskjal í framhaldi af alvarlegri bilun á stýribúnaði sundlaugarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fyrir yfirferð á ástandi sundlaugarinnar á Húsavík. Ljóst er að endurnýja þarf stjórnbúnað í sundlauginni til að koma henni í fullan rekstur aftur. Ráðið felur sviðstjóra að tímasetja nauðsynlegar framkvæmdir á stýribúnaði sundlaugarinnar í samráði við deildarstjóra sundlaugar.

9.Útboð sorphirðu 2025

Málsnúmer 202412033Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur tillaga frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs um að Norðurþing bjóði út sorphirðu í sveitarfélaginu á næsta ári.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að undirbúa og gera drög að útboðsgögnum fyrir „söfnun, flutning, afsetningu og endurvinnslu úrgangs ásamt rekstri móttökustöðvar á Húsavík 2025-2030“.

Ráðið felur sviðsstjóra einnig að hefja vinnu við gerð nýrrar samþykktar um sorphirðu í sveitarfélaginu til samræmis við fyrirkomulag sorphirðu í útboðsgögnum.

Norðurþing þakkar samstarfið við Íslenska gámafélagið síðastliðin ár en telur ekki æskilegt að framlengja gildandi samning til eins árs, eins og heimilt er skv. samningi. Ástæður þess eru fyrst og fremst þær forsendubreytingar sem hafa átt sér stað á samningstímanum auk annarra fyrirsjáanlegra breytinga á fyrirkomulagi sorphirðu á næstu mánuðum, eftir að ný lög í úrgangsmálum tóku gildi 1. janúar 2023.

Fundi slitið - kl. 15:00.