Sundlaug Húsavíkur - Uppfærsla á stýrikerfi.
Málsnúmer 202412040
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 206. fundur - 17.12.2024
Sviðsstjóri kynnti fyrir ráðinu vinnuskjal í framhaldi af alvarlegri bilun á stýribúnaði sundlaugarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fyrir yfirferð á ástandi sundlaugarinnar á Húsavík. Ljóst er að endurnýja þarf stjórnbúnað í sundlauginni til að koma henni í fullan rekstur aftur. Ráðið felur sviðstjóra að tímasetja nauðsynlegar framkvæmdir á stýribúnaði sundlaugarinnar í samráði við deildarstjóra sundlaugar.