Fara í efni

Nýtt deiliskipulag verslunar- og þjónustusvæðis við Aksturslág

Málsnúmer 202405078

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 190. fundur - 28.05.2024

Nú liggur fyrir lýsing fyrir nýju deiliskipulagi nýs verslunar- og þjónustusvæðis í Aksturslág þar sem til stendur að heimila uppbyggingu nýrrar matvöruverslunar og annarar þjónustu. Skipulagslýsingin fjallar einnig um breytingu deiliskipulag íbúðarbyggðar milli Garðarsbrautar og Baughóls sunnan Hjarðarhóls. Skipulagslýsingin fjallar einnig um tilheyrandi breytingar aðalskipulags beggja deiliskipulagssvæða.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga.

Sveitarstjórn Norðurþings - 145. fundur - 28.05.2024

Á 190. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 193. fundur - 09.07.2024

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar vegna aðalskipulagsbreytingar í suðurbæ Húsavíkur, nýtt deiliskipulag þjónustusvæðis í Aksturslág og breytingu deiliskipulags Stórhóls og Hjarðarholts. Umsagnir og athugasemdir bárust frá 18 aðilum. 1. Slökkvilið Norðurþing 2. Vegagerðin. 3. Minjastofnun. 4. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra. 5. Sigurjón Pálsson. 6. Þórunn Harðardóttir. 7. Ásrún Árnadóttir. 8. Óskar Þórður Kristjánsson. 9. Sigríður Þórdís Einarsdóttir. 10. Óli Halldórsson. 11. Gb5 ehf. 12. Reinhard Reynisson. 13. Haraldur Reinhardsson. 14. Birgitta Bjarney Svavarsdóttir. 15. Halldór Valdimarsson og Þorkell Björnsson. 16. Guðrún Kristinsdóttir. 17. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir. 18. Skipulagsstofnun.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir verslunar- og þjónustusvæði í Aksturslág.