Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

145. fundur 28. maí 2024 kl. 16:15 - 17:10 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Hjálmar Bogi Hafliðason Forseti
  • Aldey Unnar Traustadóttir 1. varaforseti
  • Hafrún Olgeirsdóttir 2. varaforseti
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Soffía Gísladóttir aðalmaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
Dagskrá
Þar sem þessi fundur var aukafundur í sveitarstjórn er engin myndbandsupptaka heldur eingöngu hljóðupptaka.

1.Fundir sveitarstjórnar Norðurþings

Málsnúmer 202209070Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga frá forseta um að seinka fundi sveitarstjórnar í júní um viku og því verði fundur þann 27. júní.
Til máls tók: Hjálmar.

Samþykkt samhljóða.

2.Erindi vegna slita Héraðsnefndar Þingeyinga

Málsnúmer 202404123Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur erindi vegna slita á Héraðsnefnd Þingeyinga.

Á 463. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið:
Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar í sveitarstjórn Norðurþings.
Til máls tóku: Katrín og Benóný.

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkir slit á Héraðsnefnd Þingeyinga með atkvæðum Aldeyjar, Bylgju, Eiðs, Hafrúnar, Helenu, Hjálmars og Ingibjargar.
Benóný greiðir atkvæði á móti.
Áki situr hjá.

3.Reglur um veitingu launalausra leyfa

Málsnúmer 202405004Vakta málsnúmer

Á 464. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um veitingu launalausra leyfa hjá sveitarfélaginu og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Hafrún.

Reglurnar eru samþykktar samhljóða.

4.Gjaldtaka á bílastæðum í miðbænum og á hafnarsvæði

Málsnúmer 202311017Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja til afgreiðslu eftirfarandi skjöl:
Samþykktir Bílastæðasjóðs Norðurþings til fyrri umræðu
Gjaldskrá Bílastæðasjóðs til samþykktar
Samningur við Parka Lausnir ehf. um innheimtu bílastæðagjalda með rafrænni greiðslulausn til samþykktar.

Á 465. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið:
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi skjöl og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Til máls tók: Katrín.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa samþykktum um Bílastæðasjóðs Norðurþings til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá Bílastæðasjóðs og samninginn við Parka Lausnir ehf. um innheimtu bílastæðagjalda með rafrænni greiðslulausn.

5.Kostnaðaráætlun nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík

Málsnúmer 202104106Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja drög að viljayfirlýsingu á milli Heilbrigðisráðuneytisins og Norðurþings, Tjörneshrepps og Þingeyjarsveitar um breytt fyrirkomulag vegna byggingar hjúkrunarheimilis á Húsavík.

Samkvæmt 32. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, nr. 34/2012 ber sveitarfélögum að leggja fram 15% kostnaðar við byggingu og búnað hjúkrunarheimila auk lóða. Ráðgert er að breyta þessu ákvæði laganna þannig að 15% framlag sveitarfélaganna falli niður.

Því lýsa sveitarfélögin yfir vilja til að hverfa frá byggingu hjúkrunarheimilis á Húsavík þar sem eignarhald ríkis og sveitarfélags er sameiginlegt, þ.e. 85%/15% og fara í stað þess eftir þeirri leið sem fram kemur í skýrslu fjármála- og efnahagsráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis, Breytt fyrirkomulag fasteigna vegna hjúkrunarheimila, gefin út í nóvember 2023.

Heilbrigðisráðuneytið og ofangreind sveitarfélög sammælast með viljayfirlýsingu þessari um að nýja leiguleiðin verði farin vegna byggingu hjúkrunarheimilis á Húsavík og að fyrirhugaðar lagabreytingar tefji ekki uppbyggingu hjúkrunarheimilisins. Áfram er gert ráð fyrir að nýja Hjúkrunarheimilið rísi að Skálabrekku 21 á Húsavík.

Á 465. fundi byggðarráð var eftirfarandi bókað um málið:
Byggðarráð samþykkir meðfylgjandi viljayfirlýsingu og vísar henni til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Til máls tók: Hjálmar og Katrín.

Sveitarstjórn samþykkir meðfylgjandi viljayfirlýsingu samhljóða.

6.Deiliskipulag fyrir íbúðarsvæði Í1 á Kópaskeri

Málsnúmer 202306047Vakta málsnúmer

Á 189. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar umsagnir.

Skipulags- og framkvæmdaráð telur ekki að fjalla eigi ítarlega um stöðu fráveitumála í sveitarfélaginu, ástand fráveituviðtaka eða stefnu sveitarfélagsins varðandi endurbætur fráveitukerfa í deiliskipulagi einstakra íbúðarsvæða. Stefnumörkun í fráveitumálum verður að vinna á öðrum vettvangi. Ráðið felst á að fella inn í greinargerð deiliskipulagsins umfjöllun um að horft verði til aðskildra fráveitulagna fyrir regnvatn og skólp á skipulagssvæðinu og að horft verði til blágrænna ofanvatnslausna.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að uppfæra greinargerð skipulagstillögunnar með því að færa inn byggingarár þegar byggðra húsa.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru hér að framan. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku skipulagsins að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar.
Til máls tók: Katrín.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

7.Breyting á deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæði V3 við golfvöllinn á Húsavík

Málsnúmer 202402086Vakta málsnúmer

Á 189. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar umsagnir.

Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að hliðra byggingarreit, þannig að hann nái ekki yfir vatnsveitu og háspennustreng sem sýnd eru á uppdrætti. Ráðið leggur til að aðkoma að bílastæðum verði til samræmis við kynnta tillögu, enda verður umtalsverður hæðarmunur milli bílastæða innan lóðarinnar.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagið verði samþykkti með ofangreindri breytingu. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku skipulagsins að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

8.Breyting á Aðalskipulagi Norðurþings í suðurbæ Húsavíkur

Málsnúmer 202405077Vakta málsnúmer

Á 190. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga.
Til máls tók: Ingibjörg.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags og framkvæmdaráðs.

9.Nýtt deiliskipulag verslunar- og þjónustusvæðis við Aksturslág

Málsnúmer 202405078Vakta málsnúmer

Á 190. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

10.Breyting deiliskipulags Stórhóll- Hjarðarholt

Málsnúmer 202311126Vakta málsnúmer

Á 190. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

11.Fjölskylduráð - 185

Málsnúmer 2404013FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 185. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tóku undir lið 1 "Menningarspjall í hádeginu": Ingibjörg og Hjálmar.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

12.Fjölskylduráð - 186

Málsnúmer 2405001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 186. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

13.Skipulags- og framkvæmdaráð - 188

Málsnúmer 2404012FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 188. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

14.Skipulags- og framkvæmdaráð - 189

Málsnúmer 2405002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 189. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

15.Byggðarráð Norðurþings - 463

Málsnúmer 2404014FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 463. fundar byggðarráðs.
Til máls tók undir lið 4 "Ósk um styrk vegna ólympíufara frá Húsavík": Hafrún.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

16.Byggðarráð Norðurþings - 464

Málsnúmer 2405003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 464. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

17.Byggðarráð Norðurþings - 465

Málsnúmer 2405006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 465. fundar byggðarráðs.
Til máls tók undir lið 3 "Fjárfestingar og viðhald Lundur": Aldey, Áki, Benóný, Hjálmar, Helena og Hafrún.

Undirritaðar óska bókað:
Stefna sveitarstjórnar er að framtíðar skólastarf verði í Lundi. Að mati undirritaðra er því mikilvægt að skoða af fullri alvöru möguleikann á að byggja upp sundlaugina í Lundi.
Aldey Unnar Traustadóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir
Áki Hauksson og Benóný Valur Jakobsson taka undir bókunina.


Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

18.Orkuveita Húsavíkur ohf - 255

Málsnúmer 2405005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 255. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:10.