Breyting á Aðalskipulagi Norðurþings í suðurbæ Húsavíkur
Málsnúmer 202405077
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 190. fundur - 28.05.2024
Nú liggur fyrir skipulagslýsing frá skipulagsráðgjöfum Eflu fyrir breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 í suðurbæ Húsavíkur. Horft er til aukins þéttleika íbúðarbyggðar í á svæðinu frá Garðarsbraut upp að Baughóli sunnan Hjarðarhóls. Ennfremur er horft til nýs þjónustureits í Aksturslág þar sem heimila mætti m.a. uppbyggingu stórrar matvöruverslunar. Skipulagslýsingin nær einnig til deiliskipulags sömu svæða.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga.
Sveitarstjórn Norðurþings - 145. fundur - 28.05.2024
Á 190. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga.
Til máls tók: Ingibjörg.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags og framkvæmdaráðs.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 193. fundur - 09.07.2024
Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar vegna aðalskipulagsbreytingar í suðurbæ Húsavíkur, nýtt deiliskipulag í Aksturslág og breytingu deiliskipulags Stórhóls - Hjarðarholts. Umsagnir og athugasemdir bárust frá 18 aðilum. Umsögnum skiluðu: 1. Slökkvilið Norðurþings 2. Vegagerðin. 3. Minjastofnun. 4. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra. 5. Sigurjón Pálsson. 6. Þórunn Harðardóttir. 7. Ásrún Árnadóttir. 8. Óskar Þórður Kristjánsson. 9. Sigríður Þórdís Einarsdóttir. 10. Óli Halldórsson. 11. Gb5 ehf. 12. Reinhard Reynisson. 13. Haraldur Reinhardsson. 14. Birgitta Bjarney Svavarsdóttir. 15. Halldór Valdimarsson og Þorkell Björnsson. 16. Guðrún Kristinsdóttir. 17. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir. 18. Skipulagsstofnun.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fram komnar umsagnir og athugasemdir. Horft verður til þeirra við mótun skipulagstillagna eftir því sem tilefni er til.
Athugasemdir einstaklinga og Gb5 ehf snúa að mestu að því að ekki eigi í aðalskipulagi að heimila uppbyggingu nýs verslunar- og þjónustusvæðis sunnan núverandi íbúðarbyggðar, heldur eigi frekar að horfa til uppbyggingar matvöruverslunar í miðbæ Húsavíkur. Fyrir liggur beiðni til Norðurþings frá aðila um lóð til uppbyggingar stórrar matvöruverslunar, auk annarar þjónustu, sunnan núverandi byggðar. Ljóst er að sveitarfélagið hefur ekki lóð sem hentar undir þá uppbyggingu nærri miðbæ og því væri uppbygging stórrar matvöruverslunar háð uppkaupum á lóðarréttindum og/eða samstarfi milli fyrirliggjandi lóðarhafa, sveitarfélags og framkvæmdaaðila. Enn hafa að mati skipulagsráðs ekki komið neinar ákjósanlegar lausnir þar að lútandi þó gildandi aðalskipulag hafi heimilað það til langs tíma. Ráðið telur raunar á margan hátt heppilegast að stór matvöruverslun rísi utan núverandi miðbæjar svo ekki komi til þeirrar umferðaraukningar í miðbænum sem uppbygging stórar matvöruverslunar þar hefði í för með sér. Nú þegar er umtalsverð bílaumferð um miðbæ Húsavíkur, einkum að sumarlagi, þrátt fyrir að núverandi aðal matvöruverslun sé talsvert sunnan miðbæjar. Ráðið tekur ekki undir sjónarmið sem fram koma í athugasemdum um að nýtt þjónustusvæði í suðurbæ brjóti gegn ákvæðum landskipulagsstefnu, enda gert ráð fyrir að áfram verði gott aðgengi að verslun og þjónustu í miðbænum. Ráðið vill því halda áfram vinnu við breytingu aðalskipulagsins til samræmis við umfjöllun skipulagslýsingarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna tillögu að breytingu aðalskipulags til samræmis við umfjöllun skipulagslýsingarinnar.
Athugasemdir einstaklinga og Gb5 ehf snúa að mestu að því að ekki eigi í aðalskipulagi að heimila uppbyggingu nýs verslunar- og þjónustusvæðis sunnan núverandi íbúðarbyggðar, heldur eigi frekar að horfa til uppbyggingar matvöruverslunar í miðbæ Húsavíkur. Fyrir liggur beiðni til Norðurþings frá aðila um lóð til uppbyggingar stórrar matvöruverslunar, auk annarar þjónustu, sunnan núverandi byggðar. Ljóst er að sveitarfélagið hefur ekki lóð sem hentar undir þá uppbyggingu nærri miðbæ og því væri uppbygging stórrar matvöruverslunar háð uppkaupum á lóðarréttindum og/eða samstarfi milli fyrirliggjandi lóðarhafa, sveitarfélags og framkvæmdaaðila. Enn hafa að mati skipulagsráðs ekki komið neinar ákjósanlegar lausnir þar að lútandi þó gildandi aðalskipulag hafi heimilað það til langs tíma. Ráðið telur raunar á margan hátt heppilegast að stór matvöruverslun rísi utan núverandi miðbæjar svo ekki komi til þeirrar umferðaraukningar í miðbænum sem uppbygging stórar matvöruverslunar þar hefði í för með sér. Nú þegar er umtalsverð bílaumferð um miðbæ Húsavíkur, einkum að sumarlagi, þrátt fyrir að núverandi aðal matvöruverslun sé talsvert sunnan miðbæjar. Ráðið tekur ekki undir sjónarmið sem fram koma í athugasemdum um að nýtt þjónustusvæði í suðurbæ brjóti gegn ákvæðum landskipulagsstefnu, enda gert ráð fyrir að áfram verði gott aðgengi að verslun og þjónustu í miðbænum. Ráðið vill því halda áfram vinnu við breytingu aðalskipulagsins til samræmis við umfjöllun skipulagslýsingarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna tillögu að breytingu aðalskipulags til samræmis við umfjöllun skipulagslýsingarinnar.