Breyting á deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæði V3 við golfvöllinn á Húsavík
Málsnúmer 202402086
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 183. fundur - 12.03.2024
Fyrir liggur tillaga skipulagsráðgjafa að breytingu deiliskipulags Verslunar- og þjónustusvæðis V3 við golfvöllinn á Húsavík. Breytingarnar taka mið af óskum Góðra hótela ehf. Breytingar felast í breyttum byggingarskilmálum fyrir lóð undir hótel og nýja aðkomu að lóðinni norðanverðri. Byggingarreitur og heimilað byggingarmagn á lóðinni er óbreytt.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að kynna skipulagstillöguna skv. ákvæðum skipulagslaga.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 189. fundur - 14.05.2024
Nú er lokið kynningu á tillögu að breytingu deiliskipulags þjónustusvæðis V3 við golfvöllinn á Húsavík. Umsagnir bárust frá Slökkviliði Norðurþings, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Rarik, Orkuveitu Húsavíkur, Minjastofun Íslands, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni og Skipulagsstofnun.
Slökkvilið Norðurþings, Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun gera ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.
Vegagerðin gerir ekki athugasemd við skipulagstillöguna en minnir á að betra sé að halda vegtengingum sem fæstum og því æskilegt að tengja nýtt bílastæði við aðkomu að bílastæði austan þess nýja.
Orkuveita Húsavíkur leggur til að byggingarreit verði hliðrað þannig að hann sé ekki yfir 400 mm vatnslögn veitunnar. Jafnframt óskar Orkuveitan eftir því að sett verði kvöð á lóðina um aðgengi að lögninni til endurnýjunar og viðgerða.
Rarik minnir á háspennustreng sem fer í gegnum fyrirhugaða lóð undir hótel og tilgreinir að gera þurfi ráðstafanir með þann streng þegar til framkvæmda kemur á lóðinni.
Slökkvilið Norðurþings, Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun gera ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.
Vegagerðin gerir ekki athugasemd við skipulagstillöguna en minnir á að betra sé að halda vegtengingum sem fæstum og því æskilegt að tengja nýtt bílastæði við aðkomu að bílastæði austan þess nýja.
Orkuveita Húsavíkur leggur til að byggingarreit verði hliðrað þannig að hann sé ekki yfir 400 mm vatnslögn veitunnar. Jafnframt óskar Orkuveitan eftir því að sett verði kvöð á lóðina um aðgengi að lögninni til endurnýjunar og viðgerða.
Rarik minnir á háspennustreng sem fer í gegnum fyrirhugaða lóð undir hótel og tilgreinir að gera þurfi ráðstafanir með þann streng þegar til framkvæmda kemur á lóðinni.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar umsagnir.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að hliðra byggingarreit, þannig að hann nái ekki yfir vatnsveitu og háspennustreng sem sýnd eru á uppdrætti. Ráðið leggur til að aðkoma að bílastæðum verði til samræmis við kynnta tillögu, enda verður umtalsverður hæðarmunur milli bílastæða innan lóðarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagið verði samþykkti með ofangreindri breytingu. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku skipulagsins að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að hliðra byggingarreit, þannig að hann nái ekki yfir vatnsveitu og háspennustreng sem sýnd eru á uppdrætti. Ráðið leggur til að aðkoma að bílastæðum verði til samræmis við kynnta tillögu, enda verður umtalsverður hæðarmunur milli bílastæða innan lóðarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagið verði samþykkti með ofangreindri breytingu. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku skipulagsins að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar.
Sveitarstjórn Norðurþings - 145. fundur - 28.05.2024
Á 189. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar umsagnir.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að hliðra byggingarreit, þannig að hann nái ekki yfir vatnsveitu og háspennustreng sem sýnd eru á uppdrætti. Ráðið leggur til að aðkoma að bílastæðum verði til samræmis við kynnta tillögu, enda verður umtalsverður hæðarmunur milli bílastæða innan lóðarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagið verði samþykkti með ofangreindri breytingu. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku skipulagsins að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar umsagnir.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að hliðra byggingarreit, þannig að hann nái ekki yfir vatnsveitu og háspennustreng sem sýnd eru á uppdrætti. Ráðið leggur til að aðkoma að bílastæðum verði til samræmis við kynnta tillögu, enda verður umtalsverður hæðarmunur milli bílastæða innan lóðarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagið verði samþykkti með ofangreindri breytingu. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku skipulagsins að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.