Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings - 465

Málsnúmer 2405006F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 145. fundur - 28.05.2024

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 465. fundar byggðarráðs.
Til máls tók undir lið 3 "Fjárfestingar og viðhald Lundur": Aldey, Áki, Benóný, Hjálmar, Helena og Hafrún.

Undirritaðar óska bókað:
Stefna sveitarstjórnar er að framtíðar skólastarf verði í Lundi. Að mati undirritaðra er því mikilvægt að skoða af fullri alvöru möguleikann á að byggja upp sundlaugina í Lundi.
Aldey Unnar Traustadóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir
Áki Hauksson og Benóný Valur Jakobsson taka undir bókunina.


Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.