Fara í efni

Drög að flokkun tíu vindorkuverkefna

Málsnúmer 202412039

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 206. fundur - 17.12.2024

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 229/2024 - "Drög að flokkun tíu vindorkuverkefna". Um er að ræða fyrra umsagnarferli af tveimur. Meðal verkefna sem til umfjöllunar eru í drögunum er fyrirhuguð uppbygging Hnotasteins á Hólaheiði í Norðurþingi. Þar er gert ráð fyrir 34 vindmyllum með uppsettu heildarafli upp á 190 MW.

Umsagnarfrestur er til og með 03.01.2025
Lagt fram til kynningar.