Fara í efni

Ósk um endurskoðun á afgreiðslu erindis málsnr.202410057

Málsnúmer 202412001

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 206. fundur - 17.12.2024

Elías Frímann Elvarsson óskar endurskoðunar á afgreiðslu skiipulags- og framkvæmdaráðs frá 22. október s.l. þar sem ráðið féllst ekki á að gefa út lóðarleigusamning undir húseign hans við Lækjargil.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs telur bæði deiliskipulag og aðalskipulag ágætlega skýr með að húsdýrasvæði við Lækjargil og Traðargerði á Húsavík eru hugsuð fyrir sauðfé og hesta. Samkvæmt aðalskipulaginu eru fjárhús sunnan Húsavíkurlækjar og hesthús norðan lækjarins. Ráðið fær ekki séð að notkun húss við Lækjargil til hundaræktar samræmist umfjöllun aðalskipulags og deiliskipulags. Ráðið fellst því ekki á að gerður verði lóðarleigusamningur vegna húseignar Elíasar við Lækjargil.

Eysteinn Heiðar Kristjánsson situr hjá.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 212. fundur - 25.02.2025

Elías Frímann Elvarsson óskar endurskoðunar afstöðu skipulagsnefndar varðandi gerðar lóðarleigusamnings um eign hans við Lækjargil. Húseigandi hyggst hefja sauðfjárrækt á lóðinni.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að gerður verði lóðarsamningur við húseiganda til ársloka 2040 á grunni fyrirliggjandi deiliskipulags og að húseign hans verði skráð á byggingarleyfi í stað stöðuleyfis.