Fara í efni

Aðstaða fyrir áhorfendur á PCC-vellinum á Húsavík

Málsnúmer 202409077

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 147. fundur - 19.09.2024

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi tillaga:

Undirrituð leggja til að hafin verði vinna við að kostnaðarmeta, kanna
fjármögnunarleiðir og skoða útfærslur á uppbyggingu á bættri aðstöðu fyrir áhorfendur á PCC-vellinum á Húsavík. Málinu verði vísað til fjölskylduráðs og fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2025.

Ljóst er að meistaraflokkur karla í knattspyrnu hjá Völsungi mun leika í Lengjudeildinni að ári. Í þeirri deild eru gerðar kröfur um aukna aðstöðu fyrir áhorfendur á leikjum liðsins.

Bylgja Steingrímsdóttir
Hafrún Olgeirsdóttir
Hanna Jóna Stefánsdóttir
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Til máls tók: Hjálmar.

Fyrirliggjandi tillaga er samþykkt samhljóða.

Fjölskylduráð - 196. fundur - 24.09.2024

Á 147 fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi tillaga:
Undirrituð leggja til að hafin verði vinna við að kostnaðarmeta, kanna
fjármögnunarleiðir og skoða útfærslur á uppbyggingu á bættri aðstöðu fyrir áhorfendur á PCC-vellinum á Húsavík. Málinu verði vísað til fjölskylduráðs og fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2025.
Ljóst er að meistaraflokkur karla í knattspyrnu hjá Völsungi mun leika í Lengjudeildinni að ári. Í þeirri deild eru gerðar kröfur um aukna aðstöðu fyrir áhorfendur á leikjum liðsins.

Til máls tók: Hjálmar.

Fyrirliggjandi tillaga er samþykkt samhljóða.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að skoða útfærslur á stúkum og kostnað.