Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Aldarafmæli íþróttafélagsins Völsungs
Málsnúmer 202209071Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggja tillögur afmælisnefndar Völsungs sem stofnuð var vegna 100 ára afmæli félagsins. Á fundinn mæta framkvæmdastjóri Völsungs og fulltrúar afmælisnefndar að fylgja málinu eftir.
Fjölskylduráð þakkar fulltrúum afmælisnefndar Völsungs fyrir kynninguna. Ráðið vísar tillögum afmælisnefndar til vinnu við stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum sem framundan er.
2.Aðstaða fyrir áhorfendur á PCC-vellinum á Húsavík
Málsnúmer 202409077Vakta málsnúmer
Á 147 fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:
Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi tillaga:
Undirrituð leggja til að hafin verði vinna við að kostnaðarmeta, kanna
fjármögnunarleiðir og skoða útfærslur á uppbyggingu á bættri aðstöðu fyrir áhorfendur á PCC-vellinum á Húsavík. Málinu verði vísað til fjölskylduráðs og fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2025.
Ljóst er að meistaraflokkur karla í knattspyrnu hjá Völsungi mun leika í Lengjudeildinni að ári. Í þeirri deild eru gerðar kröfur um aukna aðstöðu fyrir áhorfendur á leikjum liðsins.
Til máls tók: Hjálmar.
Fyrirliggjandi tillaga er samþykkt samhljóða.
Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi tillaga:
Undirrituð leggja til að hafin verði vinna við að kostnaðarmeta, kanna
fjármögnunarleiðir og skoða útfærslur á uppbyggingu á bættri aðstöðu fyrir áhorfendur á PCC-vellinum á Húsavík. Málinu verði vísað til fjölskylduráðs og fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2025.
Ljóst er að meistaraflokkur karla í knattspyrnu hjá Völsungi mun leika í Lengjudeildinni að ári. Í þeirri deild eru gerðar kröfur um aukna aðstöðu fyrir áhorfendur á leikjum liðsins.
Til máls tók: Hjálmar.
Fyrirliggjandi tillaga er samþykkt samhljóða.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að skoða útfærslur á stúkum og kostnað.
3.Rekstrarsamningur við Skotfélag Húsavíkur 2025-2028
Málsnúmer 202408073Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggja drög af rekstarsamning við Skotfélag Húsavíkur sem hefur fengið umfjöllun hjá stjórn félagsins.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá samningnum.
4.Samþætting starfsáætlun 2024-2025
Málsnúmer 202409078Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur starfsáætlun samþættingarverkefnisins fyrir veturinn 2024-2025.
Lagt fram til kynningar.
5.Frístundastyrkir 2025
Málsnúmer 202409100Vakta málsnúmer
Tillaga varðandi frístundastyrki
Undirritaðar leggja til að frístundastyrkur fyrir börn og unglinga hækki í 30.000 kr. frá og með 1. janúar næstkomandi.
Helena Eydís Ingólfsdóttir, Sjálfstæðisflokki
Bylgja Steingrímsdóttir, Framsóknarflokki
Hanna Jóna Stefánsdóttir, Framsóknarflokki
Undirritaðar leggja til að frístundastyrkur fyrir börn og unglinga hækki í 30.000 kr. frá og með 1. janúar næstkomandi.
Helena Eydís Ingólfsdóttir, Sjálfstæðisflokki
Bylgja Steingrímsdóttir, Framsóknarflokki
Hanna Jóna Stefánsdóttir, Framsóknarflokki
Fjölskylduráð samþykkir hækkun á frístundarstyrk og vísar til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2025.
6.Menningardagar á Raufarhöfn 2024
Málsnúmer 202409065Vakta málsnúmer
Nanna Steina Höskuldsdóttir óskar, fyrir hönd menningardaganefndar á Raufarhöfn, eftir styrk vegna menningardaga 2024 á Raufarhöfn.
Fjölskylduráð samþykkir styrk að upphæð 364.000 krónur.
7.Tendrun jólatrésins á Húsavík 2024
Málsnúmer 202409066Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur beiðni frá Húsavíkurstofu um að kveikja á jólatrénu á Húsavík laugardaginn 30. nóvember kl.16 í stað föstudags.
Fjölskylduráð samþykkir að jólatréstendrunin verði laugardaginn 30. nóvember.
8.Hækkun húsnæðisbóta
Málsnúmer 202409043Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur til samþykktar tillaga um breytingu á reglum félagsþjónustu Norðurþings um sérstakan húsnæðisstuðning í tengslum við breytingar á lögum um húsnæðisbætur.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi breytingar á sérstökum húsnæðisstuðningi og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
9.Breytingar á reglum um stuðningsþjónustu
Málsnúmer 202409059Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggja drög að breytingum á reglum félagsþjónustu Norðurþings um stuðningsþjónustu í kjölfar frumkvæðisathugunar gæða- og eftirlitsstofnunar velferðamála á reglum sveitarfélaga um stoð- og stuðningsþarfir.
Fjölskylduráð samþykkir drög að breytingum á reglum félagsþjónustu Norðurþings um stuðningsþjónustu og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
10.Niðurstöður frumkvæðisathugunar á stöðu uppfærslu stoð- og stuðningsþjónustureglna
Málsnúmer 202409099Vakta málsnúmer
Til kynningar eru frumkvæðisathugun á stöðu uppfærslu stoð- og stuðningsþjónustureglna Norðurþings.
Lagt fram til kynningar. Félagsmálastjóra er falið að vinna að úrbótum samanber erindi frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðamála og leggja fyrir ráðið að nýju.
11.Þróunarverkefni um samþætta heimaþjónustu-Gott að eldast
Málsnúmer 202409098Vakta málsnúmer
Kynning á drögum af efni í reglur sveitarfélaga sem tóku þátt í þróunarverkefninu um samþætta heimaþjónustu/Gott að eldast
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:50.
Tinna Ósk Óskarsdóttir félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 9-11.
Sunna Mjöll Bjarnadóttir Forstöðuþroskaþjálfi í málefnum fatlaðra sat fundinn undir lið 9.
Jónas Halldór Friðriksson og Ingólfur Freysson frá afmælisnefnd Völsungs sátu fundinn undir lið 1.