Fara í efni

Fjölskylduráð

196. fundur 24. september 2024 kl. 08:30 - 10:50 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir varaformaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Viðarsson aðalmaður
  • Ísak Már Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Hafrún Olgeirsdóttir Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Tinna Ósk Óskarsdóttir félagsmálastjóri
  • Sunna Mjöll Bjarnadóttir
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Hafrún Olgeirsdóttir sat fundinn undir liðum 1-8.
Tinna Ósk Óskarsdóttir félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 9-11.
Sunna Mjöll Bjarnadóttir Forstöðuþroskaþjálfi í málefnum fatlaðra sat fundinn undir lið 9.

Jónas Halldór Friðriksson og Ingólfur Freysson frá afmælisnefnd Völsungs sátu fundinn undir lið 1.

1.Aldarafmæli íþróttafélagsins Völsungs

Málsnúmer 202209071Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja tillögur afmælisnefndar Völsungs sem stofnuð var vegna 100 ára afmæli félagsins. Á fundinn mæta framkvæmdastjóri Völsungs og fulltrúar afmælisnefndar að fylgja málinu eftir.
Fjölskylduráð þakkar fulltrúum afmælisnefndar Völsungs fyrir kynninguna. Ráðið vísar tillögum afmælisnefndar til vinnu við stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum sem framundan er.

2.Aðstaða fyrir áhorfendur á PCC-vellinum á Húsavík

Málsnúmer 202409077Vakta málsnúmer

Á 147 fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi tillaga:
Undirrituð leggja til að hafin verði vinna við að kostnaðarmeta, kanna
fjármögnunarleiðir og skoða útfærslur á uppbyggingu á bættri aðstöðu fyrir áhorfendur á PCC-vellinum á Húsavík. Málinu verði vísað til fjölskylduráðs og fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2025.
Ljóst er að meistaraflokkur karla í knattspyrnu hjá Völsungi mun leika í Lengjudeildinni að ári. Í þeirri deild eru gerðar kröfur um aukna aðstöðu fyrir áhorfendur á leikjum liðsins.

Til máls tók: Hjálmar.

Fyrirliggjandi tillaga er samþykkt samhljóða.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að skoða útfærslur á stúkum og kostnað.

3.Rekstrarsamningur við Skotfélag Húsavíkur 2025-2028

Málsnúmer 202408073Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja drög af rekstarsamning við Skotfélag Húsavíkur sem hefur fengið umfjöllun hjá stjórn félagsins.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá samningnum.

4.Samþætting starfsáætlun 2024-2025

Málsnúmer 202409078Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur starfsáætlun samþættingarverkefnisins fyrir veturinn 2024-2025.
Lagt fram til kynningar.

5.Frístundastyrkir 2025

Málsnúmer 202409100Vakta málsnúmer

Tillaga varðandi frístundastyrki

Undirritaðar leggja til að frístundastyrkur fyrir börn og unglinga hækki í 30.000 kr. frá og með 1. janúar næstkomandi.

Helena Eydís Ingólfsdóttir, Sjálfstæðisflokki
Bylgja Steingrímsdóttir, Framsóknarflokki
Hanna Jóna Stefánsdóttir, Framsóknarflokki
Fjölskylduráð samþykkir hækkun á frístundarstyrk og vísar til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2025.

6.Menningardagar á Raufarhöfn 2024

Málsnúmer 202409065Vakta málsnúmer

Nanna Steina Höskuldsdóttir óskar, fyrir hönd menningardaganefndar á Raufarhöfn, eftir styrk vegna menningardaga 2024 á Raufarhöfn.
Fjölskylduráð samþykkir styrk að upphæð 364.000 krónur.

7.Tendrun jólatrésins á Húsavík 2024

Málsnúmer 202409066Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur beiðni frá Húsavíkurstofu um að kveikja á jólatrénu á Húsavík laugardaginn 30. nóvember kl.16 í stað föstudags.
Fjölskylduráð samþykkir að jólatréstendrunin verði laugardaginn 30. nóvember.

8.Hækkun húsnæðisbóta

Málsnúmer 202409043Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur til samþykktar tillaga um breytingu á reglum félagsþjónustu Norðurþings um sérstakan húsnæðisstuðning í tengslum við breytingar á lögum um húsnæðisbætur.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi breytingar á sérstökum húsnæðisstuðningi og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.

9.Breytingar á reglum um stuðningsþjónustu

Málsnúmer 202409059Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja drög að breytingum á reglum félagsþjónustu Norðurþings um stuðningsþjónustu í kjölfar frumkvæðisathugunar gæða- og eftirlitsstofnunar velferðamála á reglum sveitarfélaga um stoð- og stuðningsþarfir.
Fjölskylduráð samþykkir drög að breytingum á reglum félagsþjónustu Norðurþings um stuðningsþjónustu og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.

10.Niðurstöður frumkvæðisathugunar á stöðu uppfærslu stoð- og stuðningsþjónustureglna

Málsnúmer 202409099Vakta málsnúmer

Til kynningar eru frumkvæðisathugun á stöðu uppfærslu stoð- og stuðningsþjónustureglna Norðurþings.
Lagt fram til kynningar. Félagsmálastjóra er falið að vinna að úrbótum samanber erindi frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðamála og leggja fyrir ráðið að nýju.

11.Þróunarverkefni um samþætta heimaþjónustu-Gott að eldast

Málsnúmer 202409098Vakta málsnúmer

Kynning á drögum af efni í reglur sveitarfélaga sem tóku þátt í þróunarverkefninu um samþætta heimaþjónustu/Gott að eldast
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:50.