Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Útboð sorphirðu 2025
Málsnúmer 202412033Vakta málsnúmer
Sævar Freyr Sigurðsson, ráðgjafi Norðurþings í fyrirhuguðu útboði á sorphirðu, kom fyrir ráðið og fór yfir drög að útboðsgögnum og tímalínu útboðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Sævari Frey Sigurðssyni ráðgjafa frá Kvöðli fyrir kynningu og ráðgjöf.
2.Umhverfisátak Norðurþings 2025
Málsnúmer 202501068Vakta málsnúmer
Á 150. fundi sveitarstjórnar var samþykkt að fari verði í umhverfisátak í sveitarfélaginu árið 2025. Markmiðið er fegrun umhverfis, betri ásýnd og aukið staðarstolt. Sveitarfélagið hvetur fólk, býli, fyrirtæki og stofnanir til þátttöku í átakinu. Stofnanir sveitarfélagsins gangi á undan með góðu fordæmi.
Venju samkvæmt hefur verið haldinn hreinsunardagur að vori og veitt umhverfisverðlaun sbr. fyrri ákvörðun í sveitarstjórn frá 90. fundi hennar þann 19. mars 2019.
Skipulags- og framkvæmdaráði verði falin nánari útfærsla átaksins.
Venju samkvæmt hefur verið haldinn hreinsunardagur að vori og veitt umhverfisverðlaun sbr. fyrri ákvörðun í sveitarstjórn frá 90. fundi hennar þann 19. mars 2019.
Skipulags- og framkvæmdaráði verði falin nánari útfærsla átaksins.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar málinu til næsta fundar.
3.Röndin ehf. óskar eftir leyfi fyrir viðbótargám
Málsnúmer 202501080Vakta málsnúmer
Röndin ehf óskar eftir stöðuleyfi fyrir viðbótargám ofan á fyrirliggjandi gámi við hlið húss að Röndinni 5b til geymslu málma. Fyrir liggur jákvæð umsögn eldvarnareftirlits.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu erindisins og felur sviðsstjóra að ræða við lóðarhafa um mögulegar aðrar lausnir.
4.Ósk um upplýsingar vegna framkvæmdaleyfa til skógræktar í landi Saltvíkur
Málsnúmer 202501078Vakta málsnúmer
Skipulagsstofnun óskar upplýsinga um framkvæmdaleyfi til skógræktar Kolviðar á Ærvíkurhöfða frá 2020.
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir málinu. Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að svara erindinu til samræmis við umræður á fundinum.
5.Aðalskipulag Norðurþings 2025-2045
Málsnúmer 202305040Vakta málsnúmer
Hrafnhildur Brynjólfsdóttir og Íris Stefánsdóttir, skipulagsráðgjafar Eflu, mættu á fundinn til að ræða kynningu á vinnslutillögu aðalskipulags á íbúafundum sveitarfélagsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Hrafnhildi og Írisi fyrir komuna á fundinn.
Fundi slitið - kl. 15:45.
Sævar Freyr Sigurðsson, ráðgjafi, sat fundinn undir lið 1.
Hrafnhildur Brynjólfsdóttir og Íris Stefánsdóttir, skipulagsfræðingar hjá Eflu sátu fundinn undir lið 5.