Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

208. fundur 21. janúar 2025 kl. 13:00 - 15:45 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Þorsteinn Snævar Benediktsson aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Alexander Gunnar Jónasson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Elvar Árni Lund sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Líney Gylfadóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Líney Gylfadóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sat fundinn undir lið 1.

Sævar Freyr Sigurðsson, ráðgjafi, sat fundinn undir lið 1.

Hrafnhildur Brynjólfsdóttir og Íris Stefánsdóttir, skipulagsfræðingar hjá Eflu sátu fundinn undir lið 5.

1.Útboð sorphirðu 2025

Málsnúmer 202412033Vakta málsnúmer

Sævar Freyr Sigurðsson, ráðgjafi Norðurþings í fyrirhuguðu útboði á sorphirðu, kom fyrir ráðið og fór yfir drög að útboðsgögnum og tímalínu útboðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Sævari Frey Sigurðssyni ráðgjafa frá Kvöðli fyrir kynningu og ráðgjöf.

2.Umhverfisátak Norðurþings 2025

Málsnúmer 202501068Vakta málsnúmer

Á 150. fundi sveitarstjórnar var samþykkt að fari verði í umhverfisátak í sveitarfélaginu árið 2025. Markmiðið er fegrun umhverfis, betri ásýnd og aukið staðarstolt. Sveitarfélagið hvetur fólk, býli, fyrirtæki og stofnanir til þátttöku í átakinu. Stofnanir sveitarfélagsins gangi á undan með góðu fordæmi.

Venju samkvæmt hefur verið haldinn hreinsunardagur að vori og veitt umhverfisverðlaun sbr. fyrri ákvörðun í sveitarstjórn frá 90. fundi hennar þann 19. mars 2019.

Skipulags- og framkvæmdaráði verði falin nánari útfærsla átaksins.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar málinu til næsta fundar.

3.Röndin ehf. óskar eftir leyfi fyrir viðbótargám

Málsnúmer 202501080Vakta málsnúmer

Röndin ehf óskar eftir stöðuleyfi fyrir viðbótargám ofan á fyrirliggjandi gámi við hlið húss að Röndinni 5b til geymslu málma. Fyrir liggur jákvæð umsögn eldvarnareftirlits.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu erindisins og felur sviðsstjóra að ræða við lóðarhafa um mögulegar aðrar lausnir.

4.Ósk um upplýsingar vegna framkvæmdaleyfa til skógræktar í landi Saltvíkur

Málsnúmer 202501078Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun óskar upplýsinga um framkvæmdaleyfi til skógræktar Kolviðar á Ærvíkurhöfða frá 2020.
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir málinu. Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að svara erindinu til samræmis við umræður á fundinum.

5.Aðalskipulag Norðurþings 2025-2045

Málsnúmer 202305040Vakta málsnúmer

Hrafnhildur Brynjólfsdóttir og Íris Stefánsdóttir, skipulagsráðgjafar Eflu, mættu á fundinn til að ræða kynningu á vinnslutillögu aðalskipulags á íbúafundum sveitarfélagsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Hrafnhildi og Írisi fyrir komuna á fundinn.

Fundi slitið - kl. 15:45.