Fara í efni

Umhverfisátak Norðurþings 2025

Málsnúmer 202501068

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 150. fundur - 16.01.2025

Undirrituð leggja til að farið verði í umhverfisátak í sveitarfélaginu árið 2025. Markmiðið er fegrun umhverfis, betri ásýnd og aukið staðarstolt. Sveitarfélagið hvetur fólk, býli, fyrirtæki og stofnanir til þátttöku í átakinu. Stofnanir sveitarfélagsins gangi á undan með góðu fordæmi.

Venju samkvæmt hefur verið haldinn hreinsunardagur að vori og veitt umhverfisverðlaun sbr. fyrri ákvörðun í sveitarstjórn frá 90. fundi hennar þann 19. mars 2019.

Skipulags- og framkvæmdaráði verði falin nánari útfærsla átaksins.


Eiður Pétursson
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Kristinn Jóhann Lund
Soffía Gísladóttir
Til máls tóku: Hjálmar, Aldey, Benóný og Helena.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 208. fundur - 21.01.2025

Á 150. fundi sveitarstjórnar var samþykkt að fari verði í umhverfisátak í sveitarfélaginu árið 2025. Markmiðið er fegrun umhverfis, betri ásýnd og aukið staðarstolt. Sveitarfélagið hvetur fólk, býli, fyrirtæki og stofnanir til þátttöku í átakinu. Stofnanir sveitarfélagsins gangi á undan með góðu fordæmi.

Venju samkvæmt hefur verið haldinn hreinsunardagur að vori og veitt umhverfisverðlaun sbr. fyrri ákvörðun í sveitarstjórn frá 90. fundi hennar þann 19. mars 2019.

Skipulags- og framkvæmdaráði verði falin nánari útfærsla átaksins.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar málinu til næsta fundar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 209. fundur - 04.02.2025

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að útfæra tillögu sveitarstjórnar um umhverfisátak í sveitarfélaginu árið 2025 en málinu var frestað á síðasta fundi ráðsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að fylgja málinu eftir í samræmi við umræður á fundi. Ráðið heldur umfjöllun sinni áfram á næstu fundum.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 213. fundur - 11.03.2025

Á 209. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að fylgja málinu eftir í samræmi við umræður á fundi. Ráðið heldur umfjöllun sinni áfram á næstu fundum.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að semja verklagsreglur í samræmi við fyrirliggjandi vinnuskjal og umræðuna á fundinum.