Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

164. fundur 15. ágúst 2023 kl. 13:00 - 15:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Ísak Már Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Aldey Unnar Traustadóttir varamaður
  • Birkir Freyr Stefánsson varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
  • Elvar Árni Lund sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri á framkvæmdasviði sat fundinn undir liðum 1-2.

1.Uppfærðar reglur Jöfnunasjóðs vegna aðgengismála fatlaðs fólks 2023-2024

Málsnúmer 202307004Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja uppfærðar reglur vegna úthlutunar á styrkjum vegna aðgengismála í fasteignum sveitarfélagsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs kynningu á uppfærðum reglum Jöfnunarsjóðs. Ráðið felur honum að undirbúa umsóknir til Jöfnunarsjóðs vegna aðgengismála í eignum sveitarfélagsins.

2.Ósk um styrk til framkvæmda við Húsavíkurkirkju- og safnaðarheimili

Málsnúmer 202307034Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur beiðni frá sóknarnefnd Húsavíkurkirkju um að Norðurþing sæki um styrk til Jöfnunarsjóðs vegna framkvæmda við lóð kirkju-og safnaðarheimilis í miðbæ Húsavíkur.
Árið 2022 fékk Norðurþing styrk frá Jöfnunarsjóði vegna bætts aðgengis allra á lóð kirkjunnar og fullnýtti þar með mögulegt framlag Jöfnunarsjóðs til sveitarfélagsins á því ári. Skipulags- og framkvæmdaráð hyggst nýta mögulega styrkúthlutun Jöfnunarsjóðs á þessu ári til að bæta aðgengi allra á eignum sveitarfélgsins og hafnar því beiðni sóknarnefndar.

3.Aðalskipulag Norðurþings 2025-2045

Málsnúmer 202305040Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að skipulags- og matslýsingu fyrir endurskoðun aðalskipulags Norðurþings.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að annast kynningu skipulagslýsingar til samræmis við ákvæði skipulagslaga. M.a. skuli kynning fela í sér íbúafundi á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn.

4.Deiliskipulag fyrir íbúðarsvæði Í1 á Kópaskeri

Málsnúmer 202306047Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar vegna deiliskipulags íbúðarsvæðis á Kópaskeri. Umsagnir bárust frá 1) Umhverfisstofnun, bréf dags. 31. júlí, 2) Skipulagsstofnun, bréf dags. , 3. Minjastofnun, bréf dags. , 4) Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, 5) Hverfisráð Öxarfjarðar og 6) Rarik.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar umsagnir og felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram tillögu að deiliskipulagi íbúðarbyggðarinnar.

5.Óveruleg breyting á deiliskipulagi fyrir fiskeldisstöðina Röndina á Kópaskeri

Málsnúmer 202307009Vakta málsnúmer

Rifós óskar eftir að samþykkt verði óveruleg breyting á deiliskipulagi fyrir fiskeldisstöðina Röndina á Kópaskeri. Fyrir liggur tillaga að breytingunni. Breytingin felur í sér að byggingarreitur A1 er breikkaður um 4 m og verður þar með 44 m breiður.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að stækkun byggingarreits muni hafa óveruleg áhrif út fyrir lóð fiskeldisins og leggur því til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt sem óveruleg breyting á deiliskipulagi.

6.Grenndarkynning fyrir Stóragarð 15

Málsnúmer 202308016Vakta málsnúmer

Lóðarhafi að Stóragarði 15 óskar eftir umfjöllun um hugmyndir að uppbyggingu á lóðinni. Tillagan felur í sér að byggðar verði fjórar smáíbúðir á tveimur hæðum 1 m frá norðurmörkum lóðar. Ennfremur miðar tillaga að því að bæta við sjö bílastæðum utan lóðar þar sem nú eru graseyjar, sunnan og austan lóðarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að grenndarkynna fyrirhugaða uppbyggingu að undanskyldum bílastæðum við Miðgarð.

7.Umsókn um byggingarleyfi fyrir sólstofu við Laugarbrekku 16

Málsnúmer 202305039Vakta málsnúmer

Nú er lokið grenndarkynningu vegna sólstofu, svölum og geymslu að Laugarbrekku 16. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynninguna.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er heimilað að gefa út byggingarleyfi fyrir viðbyggingunum þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað inn.

8.Ásgarðstún nr.29, F2338218

Málsnúmer 202307066Vakta málsnúmer

Á 437. fundi byggðarráðs 10. ágúst sl., var eftirfarandi bókað: Byggðarráð vísar málinu til umræðu í skipulags- og framkvæmdaráði.
Lagt fram til kynningar.

9.Umsókn um stöðuleyfi fyrir 7 stálgámum að Haukamýri 3

Málsnúmer 202308017Vakta málsnúmer

Steinsteypir ehf óskar eftir stöðuleyfi fyrir sjö vinnubúðaeiningum á lóðinni að Haukamýri 3. Meðfylgjandi erindi eru myndir af einingunum og afstöðumynd sem sýnir staðsetningu þeirra innan lóðar.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir stöðuleyfi fyrir vinnubúðaeiningunum til loka nóvember 2023.

10.Umsókn um breytingar á lóð steypustöðvarinnar við Haukamýri 3

Málsnúmer 202308018Vakta málsnúmer

Steinsteypir ehf óska eftir lóðarstækkun og heimild til breytinga á lóðinni að Haukamýri 3.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst ekki á að ákveða breytta afmörkun lóðar Haukamýrar 3 nema að undangenginni deiliskipulagsvinnu. Ráðið stefnir að því að deiliskipuleggja svæðið á árinu 2024.

11.Ósk um merkingu á bílastæði fyrir Ketilsbraut 17

Málsnúmer 202308020Vakta málsnúmer

Lóðarhafar að Ketilsbraut 17 óska heimildar til að merkja eitt bílastæði til einkaafnota fyrir utan lóð sína.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst ekki á að sérmerkja einstök bílastæði sem einkabílastæði aðliggjandi lóðarhafa.

12.Ósk um merkingu á bílastæði fyrir Mararbraut 3

Málsnúmer 202308021Vakta málsnúmer

Lóðarhafar að Mararbraut 3 óska heimildar til að merkja til einkanota eitt bílastæði við Mararbraut.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst ekki á að sérmerkja einstök bílastæði sem einkabílastæði aðliggjandi lóðarhafa.

Fundi slitið - kl. 15:30.