Ósk um styrk til framkvæmda við Húsavíkurkirkju- og safnaðarheimili
Málsnúmer 202307034
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 164. fundur - 15.08.2023
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur beiðni frá sóknarnefnd Húsavíkurkirkju um að Norðurþing sæki um styrk til Jöfnunarsjóðs vegna framkvæmda við lóð kirkju-og safnaðarheimilis í miðbæ Húsavíkur.
Árið 2022 fékk Norðurþing styrk frá Jöfnunarsjóði vegna bætts aðgengis allra á lóð kirkjunnar og fullnýtti þar með mögulegt framlag Jöfnunarsjóðs til sveitarfélagsins á því ári. Skipulags- og framkvæmdaráð hyggst nýta mögulega styrkúthlutun Jöfnunarsjóðs á þessu ári til að bæta aðgengi allra á eignum sveitarfélgsins og hafnar því beiðni sóknarnefndar.