Umsókn um byggingarleyfi fyrir sólstofu við Laugarbrekku 16
Málsnúmer 202305039
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 156. fundur - 16.05.2023
Miroslaw Zenon Kuczynski óskar byggingarleyfis fyrir sólstofu, svölum, geymslu undir svölum og bíslagi við Laugarbrekku 16. Fyrir liggja teikningar unnar af Knúti Emil Jónassyni hjá Faglausn. Stærð sólstofu er 30,3 m² og geymslu 9,6 m².
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna erindið eigendum húsa að Laugarbrekku 13, 14, 15, 17 og 18.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 164. fundur - 15.08.2023
Nú er lokið grenndarkynningu vegna sólstofu, svölum og geymslu að Laugarbrekku 16. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynninguna.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er heimilað að gefa út byggingarleyfi fyrir viðbyggingunum þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað inn.