Fara í efni

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings

27. fundur 29. október 2024 kl. 15:30 - 17:30 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Eiður Pétursson formaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir hafnarstjóri
  • Kristinn Jóhann Ásgrímsson rekstrarstjóri
  • Bergur Elías Ágústsson
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason Fjármálastjóri
Dagskrá
Undir lið nr.6, sat fundinn Vilhjálmur Sigmundsson frá Eimskip Húsavík.

1.Fjárhags og framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs Norðurþings 2025-2028

Málsnúmer 202409108Vakta málsnúmer

Fyrir hafnastjórn liggur að vísa Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Stjórn Hafnasjóðs vísar fjárhags- og framkvæmdaáætlun ársins 2025 og næstu þriggja ára þar á eftir til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

2.Gjaldskrá hafna Norðurþings 2025

Málsnúmer 202409107Vakta málsnúmer

Fyrir hafnastjórn liggur að fara yfir gjaldskrá hafna Norðurþings fyrir árið 2025 og vísa henni til fyrri umræðu í sveitarsjórn.
Stjórn Hafnasjóðs samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn.

3.Ýmis mál vegna rekstrar og fjárfestingar

Málsnúmer 202309051Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggja ýmis mál tengd rekstri og fjárfestingu frá rekstrarstjóra hafna.
Lagt fram til kynningar.

4.Útboð á dráttarbát fyrir Hafnasjóð Norðurþings

Málsnúmer 202309050Vakta málsnúmer

Fyrir liggja upplýsingar frá Vegagerðinni vegna útboðs á dráttarbát sem fram fór nú í haust.
Tilboð sem barst í útboðinu var utan þess ramma sem lagt var upp með í forsendum útboðsins og hafnar stjórn Hafnasjóðs tilboðinu.

5.Hafnasambandsþings 24.- 25.október 2024

Málsnúmer 202401066Vakta málsnúmer

Yfirferð vegna hafnasambandsþings sem haldið var á Akureyri 24 og 25 október sl.
Lagt fram til kynningar.

6.Hafnarmál 2024 heimsóknir

Málsnúmer 202404080Vakta málsnúmer

Á fund stjórnar Hafnasjóðs kom Vilhjálmur Sigmundsson frá Eimskip Húsavík.
Stjórn Hafnasjóðs þakkar Vilhjálmi fyrir komuna á fundinn og góðar umræður.

Fundi slitið - kl. 17:30.