Fara í efni

Fjárhags og framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs Norðurþings 2025-2028

Málsnúmer 202409108

Vakta málsnúmer

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 26. fundur - 25.09.2024

Fyrir hafnastjórn liggur að vinna að fjárhags og framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs Norðurþings fyrir árin 2025-2028.
Hafnastjórn felur hafnastjóra að fylgja málunum eftir í samræmi við umræður á fundinum.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 27. fundur - 29.10.2024

Fyrir hafnastjórn liggur að vísa Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Stjórn Hafnasjóðs vísar fjárhags- og framkvæmdaáætlun ársins 2025 og næstu þriggja ára þar á eftir til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 148. fundur - 31.10.2024

Á 27. fundi stjórnar Hafnasjóðs Norðurþings var eftirfarandi bókað:

Stjórn Hafnasjóðs vísar fjárhags- og framkvæmdaáætlun ársins 2025 og næstu þriggja ára þar á eftir til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tók: Eiður.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhags- og framkvæmdaáætlun ársins 2025 og næstu þriggja ára þar á eftir til síðari umræðu.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 28. fundur - 27.11.2024

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur fjárhagsáætlun 2025 og framkvæmdaáætlun vegna áranna 2025-2028.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir fjárhagsáætlun Hafnasjóðs fyrir árið 2025 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs fyrir árin 2025-2028 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.

Byggðarráð Norðurþings - 482. fundur - 28.11.2024

Á 28. fundi stjórnar Hafnasjóðs var bókað:
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir fjárhagsáætlun Hafnasjóðs fyrir árið 2025 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs fyrir árin 2025-2028 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.
Byggðarráð vísar fjárhags- og framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs Norðurþings 2025- 2028 til staðfestingar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 149. fundur - 05.12.2024

Á 28. fundi stjórnar Hafnasjóðs var eftirfarandi bókað:

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir fjárhagsáætlun Hafnasjóðs fyrir árið 2025 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs fyrir árin 2025-2028 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.

Á 482. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð vísar fjárhags- og framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs Norðurþings 2025- 2028 til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Eiður.


Fjárhagsáætlun Hafnasjóðs fyrir árið 2025 borin undir atkvæði og er samþykkt samhljóða.

Framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs fyrir árin 2026-2028 er borin undir atkvæði og er samþykkt samhljóða.