Fara í efni

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings

26. fundur 25. september 2024 kl. 15:30 - 16:10 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Eiður Pétursson formaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Kristinn Jóhann Ásgrímsson rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá

1.Erindi um stöðuleyfi fyrir sæþotuaðstöðu við Húsavíkurhöfn

Málsnúmer 202409076Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dagsett 20. ágúst 2024 frá Skjalfandi Adventure Húsavík. Óskað er eftir áframhaldandi aðstöðu fyrir fyrirtækið við Húsavíkurhöfn.
Stjórn Hafnasjóðs tekur jákvætt í erindið og felur rekstrarstjóra að vera í sambandi við forsvarsfólk félagsins.

2.Afnám tollfrelsis fyrir skemmtiferðaskip 2025

Málsnúmer 202409028Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf AECO frá 6. september þar sem farið er yfir möguleg áhrif af afnámi tollfrelsis fyrir skemmtiferðaskip frá og með 1. janúar 2025. Afleiðing gæti orðið að margar hafnir missi fjölda skipakoma.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings hvetur stjórnvöld til að fresta innleiðingu og gefa höfnum þannig tíma til aðlögunar. Ljóst er að ef verður af þessum breytingum þá verður það talsverður skellur fyrir hafnirnar á minni ferðamannastöðum og fyrir uppbyggingu ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni.

3.Fjárhags og framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs Norðurþings 2025-2028

Málsnúmer 202409108Vakta málsnúmer

Fyrir hafnastjórn liggur að vinna að fjárhags og framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs Norðurþings fyrir árin 2025-2028.
Hafnastjórn felur hafnastjóra að fylgja málunum eftir í samræmi við umræður á fundinum.

4.Gjaldskrá hafna Norðurþings 2025

Málsnúmer 202409107Vakta málsnúmer

Fyrir hafnastjórn liggur að enduskoða gjaldskrá hafna Norðurþings vegna ársins 2025.
Hafnastjórn felur hafnastjóra að vinna að endurskoðun á gjaldskrá hafna Norðurþings samfara áætlunargerð nú á haustmánuðum.

5.Fyrirkomulag á rekstri Dráttarbáts á næstu mánuðum

Málsnúmer 202309052Vakta málsnúmer

Fyrir hafnastjórn liggur að Hafnasamlag Norðurlands framlengi núverandi fyrirkomulag á rekstri dráttarbáts næstu mánuði.
Lagt fram til kynningar.

6.Ýmis mál vegna rekstrar og fjárfestingar

Málsnúmer 202309051Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggja ýmismál vegna rekstrar og fjárfestingar frá rekstrarstjóra.
Hafnastjórn felur hafnastjóra að fylgja eftir þeim málum sem rædd voru á fundinum.

7.Boðun hafnasambandsþings 24.- 25.október 2024

Málsnúmer 202401066Vakta málsnúmer

Hafnasamband Íslands boðar til 44. hafnasambandsþings sem haldið verður í Hofi á Akureyri, dagana 24. og 25. október 2024

Hafnir Norðurþings eru í VI tekjuflokki og eiga því rétt á 5 fulltrúum á Hafnaþingið.

Þess er óskað að sveitarstjórnir/hafnarstjórnir tilkynni um kjör fulltrúa á hafnasambandsþing eigi síðar en 15. október nk.
Eftirtaldir eru rétt kjörnir fulltrúar Hafna Norðurþings á Hafnasambandsþingi 2024:
Eiður Pétursson, Kristján Friðrik Sigurðsson, Áki Hauksson, Bergþór Bjarnason og Bergur Elías Ágústsson.

8.Fundagerðir 2024

Málsnúmer 202401125Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn liggja fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands frá 464. fundi þann 15. ágúst og frá 465. fundi þann 9. september sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:10.