Afnám tollfrelsis fyrir skemmtiferðaskip 2025
Málsnúmer 202409028
Vakta málsnúmerStjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 26. fundur - 25.09.2024
Tekið fyrir bréf AECO frá 6. september þar sem farið er yfir möguleg áhrif af afnámi tollfrelsis fyrir skemmtiferðaskip frá og með 1. janúar 2025. Afleiðing gæti orðið að margar hafnir missi fjölda skipakoma.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings hvetur stjórnvöld til að fresta innleiðingu og gefa höfnum þannig tíma til aðlögunar. Ljóst er að ef verður af þessum breytingum þá verður það talsverður skellur fyrir hafnirnar á minni ferðamannastöðum og fyrir uppbyggingu ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni.