Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings
Dagskrá
Undir lið nr. 4, sat fundinn Örlygur Hnefill Örlygsson frá Húsavíkurstofu fundinn.
1.Fjárhags og framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs Norðurþings 2025-2028
Málsnúmer 202409108Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur fjárhagsáætlun 2025 og framkvæmdaáætlun vegna áranna 2025-2028.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir fjárhagsáætlun Hafnasjóðs fyrir árið 2025 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs fyrir árin 2025-2028 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs fyrir árin 2025-2028 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.
2.Ýmis mál vegna rekstrar og fjárfestingar
Málsnúmer 202309051Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggja ýmis mál er tengjast fjárfestingu og rekstri.
Lagt fram til kynningar.
3.Afnám tollfrelsis fyrir skemmtiferðaskip 2025
Málsnúmer 202409028Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur til kynningar að meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar féllst á rök hagsmunaaðila um að fresta afnámi tollfrelsis um eitt ár.
Lagt fram til kynningar.
4.Kynning á stöðu markaðsmála hafna Norðurþings
Málsnúmer 202410103Vakta málsnúmer
Á fund stórnar Hafnasjóðs kom Örlygur Hnefill Örlygsson frá Húsavíkurstofu og kynnti stöðu markaðsmála hafna Norðurþings.
Stjórn Hafnasjóðs þakkar Örlygi fyrir góða og upplýsandi kynningu á stöðu markaðsmála hafna Norðurþings.
5.Fundagerðir 2024
Málsnúmer 202401125Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur fundargerð 466. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 23. október sl.
Lagt fram til kynningar.
6.Ósk um áframhaldandi afnot af Hafnarstétt 35
Málsnúmer 202411047Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur erindi frá Sjóferðum Arnars ehf. vegna áframhaldandi afnota af Hafnarstétt 35.
Stjórn Hafnasjóðs samþykkir að framlengja núverandi samkomulag við Sjóferðir Arnars ehf. að því gefnu að samþykkt verði að gagnkvæmur uppsagnarfrestur verði 1. mánuður.
Stjórn felur hafnastjóra að ganga frá samkomulaginu.
Stjórn felur hafnastjóra að ganga frá samkomulaginu.
Fundi slitið - kl. 16:20.