Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

482. fundur 28. nóvember 2024 kl. 08:30 - 11:10 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá

1.Áætlanir vegna ársins 2025- 2028

Málsnúmer 202406093Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2026-2028.

Á 201. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð óskar eftir við byggðarráð að rammi fræðslusviðs verði hækkaður um 22.5 m.kr. meðal annars vegna lækkunar á tekjum og aukins rekstrarkostnaðar.
Byggðarráð samþykkir áorðnar breytingar og vísar fjárhagsáætlun ársins 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

2.Framkvæmdaáætlun 2025- 2028

Málsnúmer 202410010Vakta málsnúmer

Á 204. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðarráð að framlögð 3. ára framkvæmdaáætlun með áorðnum breytingum verði samþykkt.
Byggðarráð vísar framkvæmdaáætlun framkvæmdasviðs vegna ársins 2025 og næstu þriggja ára þar á eftir til samþykktar í sveitarstjórn.

3.Álagning gjalda 2025

Málsnúmer 202410064Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur yfirlit um álagningu gjalda vegna fjárhagsáætlunar 2025 og þriggja ára áætlunar 2026-2028.
Byggðarráð samþykkir að útsvarsprósenta verði áfram 14,97% vegna ársins 2025 og álagning fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði lækki úr 0,460 í 0,450%. Ráðið vísar álagningu gjalda til samþykktar í sveitarstjórn.

Útsvar 14,97%

Fasteignaskattur:
A flokkur 0,450%
B flokkur 1,32%
C flokkur 1,55%

Lóðaleiga 1 1,50%
Lóðaleiga 2 2,50%

Vatnsgjald:
A flokkur 0,050%
B flokkur 0,450%
C flokkur 0,450%

Fráveitugjald:
A flokkur 0,100%
B flokkur 0,275%
C flokkur 0,275%


Sorphirðugjald:
A flokkur - heimili 81.480 kr. (10% hækkun)
B flokkur - sumarhús 40.740 kr. (10% hækkun)

4.Gjaldskrár Norðurþings 2025

Málsnúmer 202410079Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja til kynningar eftirfarandi gjaldskrár sveitarfélagsins vegna ársins 2025.
Byggðarráð vísar meðfylgjandi gjaldskrám til samþykktar í sveitarstjórn.

5.Þjónustustefna Norðurþings

Málsnúmer 202305116Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur uppfærð þjónustustefna Norðurþings í samræmi við fjárhagsáætlun næstu ára.
Byggðarráð vísar þjónustustefnu Norðurþings til umfjöllunar í sveitarstjórn.

6.Fjárhags og framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs Norðurþings 2025-2028

Málsnúmer 202409108Vakta málsnúmer

Á 28. fundi stjórnar Hafnasjóðs var bókað:
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir fjárhagsáætlun Hafnasjóðs fyrir árið 2025 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs fyrir árin 2025-2028 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.
Byggðarráð vísar fjárhags- og framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs Norðurþings 2025- 2028 til staðfestingar í sveitarstjórn.

7.Stöðuleyfi Helguskúrs við Hafnarstétt

Málsnúmer 202312002Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja samningsdrög milli eiganda Helguskúrs og Norðurþings um að Helguskúr víki af Hafnarstétt 15.


Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög með áorðnum breytingum og felur sveitarstjóra að ganga frá samkomulaginu í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins í málinu.

8.Árbók Þingeyinga

Málsnúmer 202411015Vakta málsnúmer

Samningur sem gerður var við Þekkingarnet Þingeyinga til þriggja ára árið 2022, um að ritstýra og afla efnis á kafla Norðurþings í Árbók Þingeyinga, rennur út um áramót.

Fyrir byggðarráði liggur að taka ákvörðun um endurnýjun samnings. Fyrir liggur vilji Þekkingarnetsins til áframhaldandi samstarfs á sama grunni.
Byggðarráð samþykkir áframhaldandi samstarf á sama grunni.

9.Huldustígur óskar eftir fjárstuðningi til að halda ráðstefnu og vinnustofur

Málsnúmer 202411049Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur kynning og ósk um fjárstuðning frá Huldustíg ehf.
Hafrún og Hjálmar Bogi hafna beiðni um fjárstuðning og Benóný Valur situr hjá.

10.Erindi vegna slita Héraðsnefndar Þingeyinga

Málsnúmer 202404123Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá skiptastjórn Héraðsnefndar Þingeyinga bs. sem leggur til að núverandi Náttúruverndarnefnd Þingeyinga verði lögð niður og verkefni nefndarinnar fari til sveitarfélaganna.
Byggðarráð samþykkir að Náttúruverndarnefnd Þingeyinga verði lögð niður og verkefni nefndarinnar fari til sveitarfélagsins.

11.Fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum

Málsnúmer 202411069Vakta málsnúmer

Í maímánuði skipuðu umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra og matvælaráðherra stýrihóp sem hefur það hlutverk að rýna fyrirliggjandi tillögur og ólíkar sviðsmyndir um fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum.

Stýrihópurinn óskar eftir samráðsfundi með sveitarstjórum og kjörnum fulltrúum. Fundirnir fara fram 6. og 10. desember og fara fram á TEAMS.
Lagt fram til kynningar.

12.Ósk um fjárframlag til rekstrar Bjarmahlíðar

Málsnúmer 202411059Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, ósk um framlag til reksturs Bjarmahlíðar fyrir árið 2025. Lagt er til að kostnaðarskiptingin skiptist niður á sveitarfélög eftir íbúafjölda:


Undir 1000 íbúum : 200.000.- kr.

1000-5000 íbúar : 600.000.- kr.

Yfir 15.000 íbúar : 5.000.000.- kr.

Byggðarráð samþykkir að styrkja Bjarmahlíð um 600.000 kr. fyrir árið 2025.

13.Ósk um umræður um stöðu stjórnsýsluhússins

Málsnúmer 202411074Vakta málsnúmer

Áki Hauksson óskar eftir umræðu um stjórnsýsluhúsið á Ketilsbraut 7-9 og fyrirhugaðar framkvæmdir.
Lagt fram til kynningar.

14.Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum.

Málsnúmer 202308046Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til upplýsinga fundargerð nr. 77 frá stjórnarfundi Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, fundargerð aðalfundarins sem haldinn var 9. október á Hilton Reykjavík Nordica, og skýrsla frá EFLU um raforkuverð á Íslandi frá árinu 2024.
Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401094Vakta málsnúmer

fyrirbyggðarráði liggur fundargerð Samtaka orkusveitarfélaga 78. fundur haldinn þann 7. nóvember sl. Einnig liggur frammi til kynningar stefnumörkun og starfsáætlun samtakana til ársins 2026.
Lagt fram til kynningar.

16.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401083Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja þrjár fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá fundum nr. 955 frá 15. nóvember sl., nr. 956 frá 20. nóvember sl. og nr. 957 frá 22. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:10.