Stöðuleyfi Helguskúrs við Hafnarstétt
Málsnúmer 202312002
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 176. fundur - 05.12.2023
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til stöðu Helguskúrs á Hafnarstétt á Húsavík. Á fundi sveitarstjórnar Norðurþings þann 19. desember 2017 var samþykkt að húsið fengi að standa á þessum stað til loka árs 2023, en fyrir lok þess tíma yrði tekin afstaða til áframhaldandi stöðu hússins. Helguskúr er án lóðarréttinda, en stendur á byggingarlóðinni að Hafnarstétt 15. Með bréfi dags. 28. ágúst s.l. fór lögmaður eiganda Hafnarstéttar 13 fram á að sveitarfélagið hlutist til um að Helguskúr verði fjarlægður innan hæfilegs frests.
Í gildandi deiliskipulagi Miðhafnarsvæðis Húsavíkur er gert ráð fyrir að Helguskúr víki og hefur svo verið allt frá því að fyrsta deiliskipulag svæðisins var samþykkt árið 1997.
Í gildandi deiliskipulagi Miðhafnarsvæðis Húsavíkur er gert ráð fyrir að Helguskúr víki og hefur svo verið allt frá því að fyrsta deiliskipulag svæðisins var samþykkt árið 1997.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 182. fundur - 27.02.2024
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur bréf frá lögfræðingi Helga Héðinssonar vegna Helguskúrs og ákvörðunar ráðsins frá 176. fundi frá því 5. desember sl.
Einnig liggur fyrir ráðinu svar lögfræðings sveitarfélagsins í málinu.
Einnig liggur fyrir ráðinu svar lögfræðings sveitarfélagsins í málinu.
Bergþór Bjarnason, fjármálastjóri, sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Norðurþings - 473. fundur - 29.08.2024
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar staða mála vegna Helguskúrs.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Norðurþings - 482. fundur - 28.11.2024
Fyrir byggðarráði liggja samningsdrög milli eiganda Helguskúrs og Norðurþings um að Helguskúr víki af Hafnarstétt 15.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög með áorðnum breytingum og felur sveitarstjóra að ganga frá samkomulaginu í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins í málinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna eiganda hússins þessa niðurstöðu ráðsins. Jafnframt felur ráðið sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að bjóða eiganda hússins aðstoð sveitarfélagsins hvað varðar framkvæmd og kostnað við verkið.
Aldey og Rebekka óska bókað:
Undirritaðar leggjast gegn því að Helguskúr verði fjarlægður. Í 25. kafla gildandi Aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 frá árinu 2010 segir m.a.
„Á fundi með bæjarbúum og á fundum með ýmsum hagsmunaaðilum kom fram að í margra huga er Helguskúr nánast eins mikilvægur bæjarlífinu eins og kirkjan er í bæjarmyndinni. Þó svo ekki sé um merkilega byggingu að ræða þá er hún hjarta samfélags smábátasjómanna. Hana ætti því að vernda sem „lifandi safn“ til að vega upp á móti annarri starfsemi sem sett er sérstaklega á fót fyrir ferðamenn.“
Aldey Unnar Traustadóttir og Rebekka Ásgeirsdóttir