Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

182. fundur 27. febrúar 2024 kl. 13:00 - 14:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson varamaður
    Aðalmaður: Kristinn Jóhann Lund
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir varaformaður
  • Birkir Freyr Stefánsson aðalmaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
  • Elvar Árni Lund sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir Stjórnsýslustjóri
Dagskrá
Bergþór Bjarnason fjármálastjóri sat fundinn undir lið 5.

1.Gjaldtaka á bílastæðum í miðbænum og á hafnarsvæði

Málsnúmer 202311017Vakta málsnúmer

Fulltrúi stjórnar hafnarsjóðs Norðurþings mætti á fund ráðsins.
Eiður Pétursson, formaður stjórnar hafnasjóðs Norðurþings, sat fundinn undir þessum lið.

Skipulags- og framkvæmdaráð telur að með gjaldtöku á bílastæðum sé hægt að stýra umferð um hafnasvæðið á Húsavík á valin gjaldfrjáls bílastæði annarsstaðar í bænum og leggur því til við byggðarráð að stofnaður verði bílastæðasjóður fyrir sveitarfélagið. Málið verður tekið fyrir aftur þegar afstaða byggðarráðs liggur fyrir.

2.Félagar í Miðjunni hæfingu óska eftir aðstöðu i Kvíabekk til að starfrækja kaffihús sumarið 2024

Málsnúmer 202402077Vakta málsnúmer

Félagar í Miðjunni hæfingu óska eftir að fá að starfrækja kaffihús í Kvíabekk með sama sniði og gert var sumarið 2023. Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til erindisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að leyfa Miðjunni hæfingu að nota Kvíabekk sem kaffihús sumarið 2024.

3.Skilti fyrir söfnin á Húsavík

Málsnúmer 202402084Vakta málsnúmer

Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga hefur sótt um leyfi fyrir uppsetningu á skiltum á Húsavík
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar að taka afstöðu til erindisins og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að óska eftir skýrari gögnum er varða staðsetningu og stærð skiltanna til samræmis við 3. gr. samþykktar um skilti í Norðurþingi.

4.Framkvæmdaáætlun Náttúruminjaskrár; Norðurþing

Málsnúmer 202311015Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur fyrir tillaga að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár sem er í kynningarferli. Umhverfisstofnun hefur óskað umsagnar Norðurþings um áætlunina.
Ráðið mun taka málið fyrir að nýju eftir kynningarfund sem fyrirhugað er að Umhverfisstofnun haldi 13. mars nk. á Raufarhöfn.

5.Stöðuleyfi Helguskúrs við Hafnarstétt

Málsnúmer 202312002Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur bréf frá lögfræðingi Helga Héðinssonar vegna Helguskúrs og ákvörðunar ráðsins frá 176. fundi frá því 5. desember sl.
Einnig liggur fyrir ráðinu svar lögfræðings sveitarfélagsins í málinu.
Bergþór Bjarnason, fjármálastjóri, sat fundinn undir þessum lið.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:30.