Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

473. fundur 29. ágúst 2024 kl. 08:30 - 09:55 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá

1.Íbúakönnun landshlutanna 2023

Málsnúmer 202407003Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja til kynningar niðurstöður Íbúakönnunar landshlutanna 2023, einnig liggur fyrir ráðinu útdráttur þar sem niðurstöður fyrir Þingeyjarsýslur eru teknar sérstaklega fyrir.
Lagt fram til kynningar.

2.Krafa um ógildingu ákvarðana um framkvæmdaleyfi og stöðvun framkvæmda í landi Þverár

Málsnúmer 202408066Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar stjórnsýslukæra, móttekin 22. ágúst 2024 ásamt umboði, þar sem kærð er ákvörðun sveitarstjórnar Norðurþings um að veita Yggdrasil Carbon framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt í landi Saltvíkur og í landi Þverár í Reykjahverfi og brot á þátttökurétti í málsmeðferð þessarar ákvarðana.
Sveitarfélagið hefur móttekið kæruna með formlegum hætti og mun skila inn umsögn til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins í málinu innan tilskilins frests.

3.Viðauki vegna greiðslu til Dvalarheimilis aldraðra sf.

Málsnúmer 202408078Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur viðauki að upphæð 68.277.570 kr. vegna rekstrarhalla og framkvæmda á árinu 2024 samkvæmt rekstraráætlun sem samþykkt var á aðalfundi DA sf. þann 10. júlí sl.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka og vísar honum til umfjöllunar í sveitarstjórn.

4.Stöðuleyfi Helguskúrs við Hafnarstétt

Málsnúmer 202312002Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar staða mála vegna Helguskúrs.
Lagt fram til kynningar.

5.Ketilsbraut 7-9, húsnæðisaðstæður

Málsnúmer 202312079Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur staða þeirrar undirbúningsvinnu sem fram hefur farið vegna fyrirhugaðra framkvæmda við húsnæðið að Ketilsbraut 7- 9 á Húsavík.
Lagt fram til kynningar.

6.Tilnefning í stjórn Þekkingarnets Þingeyinga

Málsnúmer 202205014Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Þekkingarnetinu, ósk um tilnefningu í stjórn sjálfseignastofnunarinnar. Í nýjum samþykktum er stjórnarmönnum fækkað úr átta í fimm. Sveitarfélögin í Þingeyjarsýslum skulu koma sér saman um tilnefningu eins aðalmanns og eins varamanns.
Byggðarráð tilnefnir Jón Höskuldsson sem varamann í stjórn Þekkingarnets Þingeyinga.

7.Fundargerðir DA 2024

Málsnúmer 202404078Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fundargerð stjórnarfundar Dvalarheimilis aldraðra sf. frá miðvikudeginum 21. ágúst sl.
Fyrir ráðinu liggur einnig drög að erindisbréfi vegna skipunar starfshóps sem hefur það hlutverk að skoða leiðir um framtíðar notagildi eigna Dvalarheimilis aldraðra með tilkomu nýs hjúkrunarheimilis. Fyrir ráðinu liggur að tilnefna einn fulltrúa fyrir hönd sveitarfélagsins.

Byggðarráð tilnefnir Kristján Friðrik Sigurðsson í starfshóp sem hefur það hlutverk að skoða leiðir um framtíðar notagildi eigna Dvalarheimilis aldraðra með tilkomu nýs hjúkrunarheimilis.

8.Tilnefning fulltrúa í umsjónarnefnd um náttúruvættið Dettifoss, Selfoss og Hafragilsfoss og nágrenni

Málsnúmer 202204051Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur að tilnefna fulltrúa í umsjónarnefnd um náttúruvættið Dettifoss, Selfoss og Hafragilsfoss og nágrenni, þar sem Sigríður Þorvaldsdóttir hefur sagt sig úr nefndinni. Varafulltrúi hennar er Aldey Unnar Traustadóttir.

Byggðarráð tilnefnir Katrínu Sigurjónsdóttir sem aðalfulltrúa í umsjónarnefnd um náttúruvættið Dettifoss, Selfoss og Hafragilsfoss.

Fundi slitið - kl. 09:55.