Fundargerðir DA 2024
Málsnúmer 202404078
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 462. fundur - 24.04.2024
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Dvalarheimilis aldraðra á Húsavík frá 11. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Norðurþings - 471. fundur - 08.08.2024
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð aðalfundar Dvalarheimilis aldraðra sf. 2023 sem haldinn var þann 10. júlí sl. og rekstraráætlun DA og Hvamms fyrir árið 2024-2025.
Í rekstraráætlun félagsins fyrir árið 2024 sem samþykkt var á aðalfundi félagsins þann 10. júlí sl. er Norðurþing gert að greiða 68.277.570 kr til DA sf. vegna rekstrarhalla og framkvæmda á árinu 2024.
Byggðarráð Norðurþings - 473. fundur - 29.08.2024
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fundargerð stjórnarfundar Dvalarheimilis aldraðra sf. frá miðvikudeginum 21. ágúst sl.
Fyrir ráðinu liggur einnig drög að erindisbréfi vegna skipunar starfshóps sem hefur það hlutverk að skoða leiðir um framtíðar notagildi eigna Dvalarheimilis aldraðra með tilkomu nýs hjúkrunarheimilis. Fyrir ráðinu liggur að tilnefna einn fulltrúa fyrir hönd sveitarfélagsins.
Fyrir ráðinu liggur einnig drög að erindisbréfi vegna skipunar starfshóps sem hefur það hlutverk að skoða leiðir um framtíðar notagildi eigna Dvalarheimilis aldraðra með tilkomu nýs hjúkrunarheimilis. Fyrir ráðinu liggur að tilnefna einn fulltrúa fyrir hönd sveitarfélagsins.
Byggðarráð tilnefnir Kristján Friðrik Sigurðsson í starfshóp sem hefur það hlutverk að skoða leiðir um framtíðar notagildi eigna Dvalarheimilis aldraðra með tilkomu nýs hjúkrunarheimilis.