Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

471. fundur 08. ágúst 2024 kl. 08:30 - 10:20 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá

1.Rekstur Norðurþings 2024

Málsnúmer 202312117Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja til kynningar útsvarstekjur í júlí 2024.
Fjármálastjóri fór yfir útsvarstekjur í júlí og aðra þætti í rekstri sveitarfélagsins.

2.Áætlanir vegna ársins 2025- 2028

Málsnúmer 202406093Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur minnisblað þróunarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga með uppfærðum forsendum fjárhagsáætlana í kjölfar nýrrar þjóðhagsspár Hagstofu Íslands sem kom út þann 28.júní 2024.
Lagt fram til kynningar.

3.Áform um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins

Málsnúmer 202407047Vakta málsnúmer

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið kynnti þann 2. júlí sl. áform ráðherra um að klára ljósleiðaravæðingu landsins innan þriggja ára. Sveitarfélögum er boðinn 80.000 kr. styrkur til að kosta jarðvinnu við að tengja hvert heimilisfang í þéttbýli sem er ótengt við ljósleiðara fyrir árslok 2026.

Samkvæmt heimasíðu ráðuneytisins er fjöldi heimilisfanga sem um ræðir 51 á Raufarhöfn og 7 á Húsavík. Alls 58 heimilisföng í Norðurþingi.

Fjármögnun ríkisins er þegar tryggð með fjárveitingum fjarskiptasjóðs árin 2024 - 2025 og aðgerðar A.1. í byggðaáætlun árin 2024 -2026. Sveitarfélög hafa frest til 16. ágúst að tilkynna hvort þau þiggja tilboðið.
Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar á næsta fundi skipulags- og framkvæmdaráðs.

4.Forgangsverkefni áfangastaðaáætlunar Norðurlands 2024

Málsnúmer 202407050Vakta málsnúmer

Fyrir byggaðrráði liggur að Markaðsstofa Norðurlands óskar eftir uppfærðum lista yfir forgangsverkefni áfangastaðaáætlunar 2024. Óskað er eftir lista yfir 5 mikilvægustu uppbyggingarverkefni í sveitarfélaginu á næsta ári.

Skilafrestur er 1. september nk.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að uppfæra lista yfir forgangsverkefni og leggja fyrir ráðið að nýju.

5.Aðalfundur Fjallalambs hf.2024

Málsnúmer 202408003Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur aðalfundarboð Fjallalambs hf. vegna ársins 2023, fundurinn verður haldinn þann 12. ágúst nk. í sal Fjallalambs á Kópaskeri.
Byggðarráð tilnefnir Katrínu Sigurjónsdóttur sveitarstjóra til setu á fundinum og Bergþór Bjarnason fjármálastjóra til vara.

6.Hverfisráð Kelduhverfis 2023-2025

Málsnúmer 202405020Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð Hverfisráðs Kelduhverfis frá 24. júní sl.
2. Sundlaugin í Lundi
Byggðarráð vísar ábendingunni er varðar skólasund til umfjöllunar í fjölskylduráði.

3. Umhverfis- og öryggismál á skólalóðinni í Lundi
Byggðarráð vísar liðnum til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.

4. Mögulegur Íbúafundur með Hverfisráði Öxarfjarðar og sveitastjórnarfulltrúum um
sundlaugina og skólalóðina.
Stefnt er á að halda íbúafund þegar frekari upplýsingar eins og t.d. kostnaðaráætlun um sundlaugina í Lundi liggur fyrir.

7.Ársreikningur og ársskýrsla Náttúrustofu Norðausturlands 2023

Málsnúmer 202407059Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur undirritaður ársreikningur Náttúrustofu Norðausturlands fyrir árið 2023. Einnig fylgir hér að neðan slóð á nýútkomna ársskýrslu fyrir árið 2023 (hægt að opna með því að smella bæði á slóð og mynd).


https://nna.is/wp-content/plugins/wonderplugin-lightbox-trial/engine/pdfjs/web/viewer.html?file=https://nna.is/wp-content/uploads/2024/07/Arsskyrsla2023.pdf#page=1&zoom=auto,-403,843
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir DA 2024

Málsnúmer 202404078Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð aðalfundar Dvalarheimilis aldraðra sf. 2023 sem haldinn var þann 10. júlí sl. og rekstraráætlun DA og Hvamms fyrir árið 2024-2025.
Í rekstraráætlun félagsins fyrir árið 2024 sem samþykkt var á aðalfundi félagsins þann 10. júlí sl. er Norðurþing gert að greiða 68.277.570 kr til DA sf. vegna rekstrarhalla og framkvæmda á árinu 2024.

Fundi slitið - kl. 10:20.