Fara í efni

Áform um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins

Málsnúmer 202407047

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 471. fundur - 08.08.2024

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið kynnti þann 2. júlí sl. áform ráðherra um að klára ljósleiðaravæðingu landsins innan þriggja ára. Sveitarfélögum er boðinn 80.000 kr. styrkur til að kosta jarðvinnu við að tengja hvert heimilisfang í þéttbýli sem er ótengt við ljósleiðara fyrir árslok 2026.

Samkvæmt heimasíðu ráðuneytisins er fjöldi heimilisfanga sem um ræðir 51 á Raufarhöfn og 7 á Húsavík. Alls 58 heimilisföng í Norðurþingi.

Fjármögnun ríkisins er þegar tryggð með fjárveitingum fjarskiptasjóðs árin 2024 - 2025 og aðgerðar A.1. í byggðaáætlun árin 2024 -2026. Sveitarfélög hafa frest til 16. ágúst að tilkynna hvort þau þiggja tilboðið.
Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar á næsta fundi skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 194. fundur - 13.08.2024

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja upplýsingar og skilyrði vegna ljósleiðaravæðingar á Raufarhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til að Norðurþing taki þátt í verkefninu "Áform um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins" og sæki um fjárstyrk til Ríkisins vegna staðfanga sem eftir er að tengja á Raufarhöfn. Áætlaður kostnaður er 7-10 milljónir og er því vísað til fjárhagsáætlunar næsta árs. Vísað til afgreiðslu í byggðarráði í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar.

Byggðarráð Norðurþings - 472. fundur - 15.08.2024

Fyrir byggðarráði liggur til staðfestingar frá 194. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 13. ágúst.

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja upplýsingar og skilyrði vegna
ljósleiðaravæðingar á Raufarhöfn.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til að Norðurþing taki þátt í verkefninu "Áform um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins" og sæki um fjárstyrk til Ríkisins vegna staðfanga sem eftir er að tengja á Raufarhöfn. Áætlaður kostnaður er 7-10 milljónir og er því vísað til fjárhagsáætlunar næsta árs. Vísað til afgreiðslu í byggðarráði í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að taka þátt í verkefninu "Áform um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins" og vísar málinu til fjárhagsáætlunar næsta árs.