Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
Bergþór Bjarnason fjármálastjóri sat fundinn undir liðum 7-12.
1.Breyting á deiliskipulagi fyrir Röndina fiskeldi
Málsnúmer 202404064Vakta málsnúmer
Nú er lokið kynningu tillögu að breytingu deiliskipulags fyrir fiskeldi á Röndinni á Kópaskeri. Breyting felst í að gerð verði ný vegtenging inn á lóð fiskeldisins frá Sléttuvegi (870). Tilgangur breytingarinnar er að stytta tengileið inn á lóðina, létta þungaumferð af götum í þéttbýli Kópaskers og létta umferð af Röndinni sem er á náttúrminjaskrá. Tenging inn á Sléttuveg er unnin í samráði við Vegagerðina. Umsagnir bárust frá; 1. Skipulagsstofnun, 2. Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, 3. Minjastofnun, 4. Hitaveitu Öxarfjarðar, 5. Vegagerðinni, 6. Samgöngustofu, 7. Umhverfisstofnun, 8. Náttúrufræðistofnun, 9. Hverfisráði Öxarfjarðar og 10. Fiskistofu.
1. Skipulagsstofnun telur ekki tilefni til að gefa umsögn við skipulagstillöguna á þessu stigi.
2. Náttúruverndarnefnd Þingeyinga gerir ekki athugasemdir við skipulagsbreytinguna.
3. Minjastofnun gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða breytingu deiliskipulagsins.
4. Hitaveita Öxarfjarðar bendir á að skipulagstillagan innihaldi úreltar upplýsingar um hitaveitulagnir á svæðinu. Jafnframt sendi Hitaveitan hnitaskrá fyrir legu hitaveitulagna um skipulagssvæðið.
5. Vegagerðin minnir á að leyfi Vegagerðinnar þarf fyrir framkvæmdum innan veghelgunarsvæðis þó svo framkvæmdin sé í samræmi við skipulag. Útfæra þarf nánar tengingu við Sléttuveg í samráði við Vegagerðina.
6. Samgöngustofa gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.
7. Umhverfisstofnun bendir á mikilvægi þess að framkvæmdir á svæðinu séu utan varptíma fugla.
8. Náttúrufræðistofnun telur jákvætt að létta umferð af náttúruminjum á Röndinni. Hinsvegar muni nýr aðkomuvegur hafa áhrif á fuglavarp norðan fiskeldisins, einkum kríu og hettumáfs, og valda truflununum og hættu á varptíma.
9. Hverfisráð Öxarfjarðar gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytinguna.
10. Fiskistofa gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytinguna.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur umsagnir ekki gefa tilefni til breytinga á skipulagstillögunni, nema hvað búið er að uppfæra legu hitaveitulagna skv. upplýsingum frá Hitaveitu Öxarfjarðar. Framkvæmdir við vegagerð skulu vera utan varptíma fugla (sbr. athugasemdir UST og NÍ). Ráðið leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að afla samþykkis Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu gildistöku breytts deiliskipulags.
2. Náttúruverndarnefnd Þingeyinga gerir ekki athugasemdir við skipulagsbreytinguna.
3. Minjastofnun gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða breytingu deiliskipulagsins.
4. Hitaveita Öxarfjarðar bendir á að skipulagstillagan innihaldi úreltar upplýsingar um hitaveitulagnir á svæðinu. Jafnframt sendi Hitaveitan hnitaskrá fyrir legu hitaveitulagna um skipulagssvæðið.
5. Vegagerðin minnir á að leyfi Vegagerðinnar þarf fyrir framkvæmdum innan veghelgunarsvæðis þó svo framkvæmdin sé í samræmi við skipulag. Útfæra þarf nánar tengingu við Sléttuveg í samráði við Vegagerðina.
6. Samgöngustofa gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.
7. Umhverfisstofnun bendir á mikilvægi þess að framkvæmdir á svæðinu séu utan varptíma fugla.
8. Náttúrufræðistofnun telur jákvætt að létta umferð af náttúruminjum á Röndinni. Hinsvegar muni nýr aðkomuvegur hafa áhrif á fuglavarp norðan fiskeldisins, einkum kríu og hettumáfs, og valda truflununum og hættu á varptíma.
9. Hverfisráð Öxarfjarðar gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytinguna.
10. Fiskistofa gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytinguna.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur umsagnir ekki gefa tilefni til breytinga á skipulagstillögunni, nema hvað búið er að uppfæra legu hitaveitulagna skv. upplýsingum frá Hitaveitu Öxarfjarðar. Framkvæmdir við vegagerð skulu vera utan varptíma fugla (sbr. athugasemdir UST og NÍ). Ráðið leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að afla samþykkis Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu gildistöku breytts deiliskipulags.
2.Rifós hf.óskar eftir leyfi til að byggja jöfnunartank á Röndinni
Málsnúmer 202408026Vakta málsnúmer
Rifós hf óskar heimildar til að byggja jöfnunartank austast á lóð sinni á Röndinni. Tankurinn verður um 4 m hærri en gólfkóti aðliggjandi húss og ummál hans um 10 m skv. framlögðum teikningum. Tankurinn yrði utan byggingarreits austan núverandi eldishúss, en þess óskað að erindið verði afgreitt á grunni 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga þar sem horft sé til þess að frávik frá deiliskipulagi hafi óveruleg áhrif á hagsmuni nágranna. Fyrir liggja rissmyndir af tanknum.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að fyrirhuguð uppbygging muni hafa óveruleg áhrif á hagsmuni nágranna og felur byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir tanknum þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað inn.
3.Umsókn um gerð bílastæðis Mararbraut 7
Málsnúmer 202407058Vakta málsnúmer
Hallgrímur H Hjálmarsson óskar formlegs samþykkis Norðurþings fyrir bílastæði sem búið er að gera sunnan hússins að Mararbraut 7. Aðkoma að bílastæðinu er um almennt bílastæði meðfram götunni og skerðir það.
Eysteinn vék af fundi undir þessum lið og tók ekki þátt í afgreiðslu.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir bílastæðið.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir bílastæðið.
4.Umsókn um lóðarstækkun og útskipti lóðar úr jörðinni Núpi
Málsnúmer 202408015Vakta málsnúmer
Björg Guðmundsdóttir óskar samþykkis fyrir stækkun lóðarinnar að Núpi 1 (Núpur lóð L154197) úr 8.120 m² í 14.732 m². Stækkun lóðarinnar kemur úr landi jarðarinnar Núps (L154195). Ennfremur er óskað heimildar til að skipta lóðinni út úr jörðinni. Fyrir liggur hnitsett lóðarblað unnið af Birni Sveinssyni merkjalýsanda.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að stækkun lóðarinnar verði samþykkt og henni skipt út úr jörðinni.
5.Umsókn um framkvæmdarleyfi til skógræktar í landi Þverá
Málsnúmer 202405042Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur umsókn Yggdrasill Carbon um aukið framkvæmdaleyfi vegna skógræktar í landi Þverár í Reykjahverfi. Í júní s.l. samþykkti sveitarstjórn framkvæmdaleyfi til skógræktar í 128 ha lands innan afmarkaðs 200 ha svæðis. Við nánari kortlagningu framkvæmdaaðila á svæðinu kom í ljós að ekki er þörf á eins miklum úrtökum úr því og álitið var þegar fyrri framkvæmdaleyfisumsókn var lögð fram og óskar því framkvæmdaaðili eftir að fá framkvæmdaleyfi til að rækta skóg á 36 ha til viðbótar innan fyrri 200 ha heildarafmörkunar. Fyrir liggur endurskoðuð skógræktaráætlun unnin af Benjamín Davíðssyni skógfræðingi, dags. júlí 2024.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðarráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að gefið verði út viðbótar framkvæmdaleyfi fyrir 36 ha skógrækt á svæðinu sem bætist við þá 128 ha sem innifaldir eru í fyrirliggjandi framkvæmdaleyfi.
6.Birkir Viðarsson ehf óskar samþykkis fyrir uppbyggingu á Höfða 6
Málsnúmer 202408029Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá Birki Viðarssyni ehf. Umsókn um leyfi til að byggja upp minniháttar ferðaþjónustu á lóð fyrirtækisins að Höfða 6.
Meðfylgjandi erindi eru frumhugmyndir að uppbyggingunni.
Meðfylgjandi erindi eru frumhugmyndir að uppbyggingunni.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í fyrirliggjandi hugmyndir.
Skipulagsfulltrúa er falið að ræða við umsækjanda um næstu skref.
Skipulagsfulltrúa er falið að ræða við umsækjanda um næstu skref.
7.Varðveisla á Helguskúr
Málsnúmer 202408004Vakta málsnúmer
Með erindi dags. 5. ágúst 2024 skorar Vitafélagið á Norðurþing að varðveita Helguskúr ásamt þeim menningarverðmætum sem hann hefur að geyma.
Bréf lagt fram til kynningar.
8.Áform um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins
Málsnúmer 202407047Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja upplýsingar og skilyrði vegna ljósleiðaravæðingar á Raufarhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til að Norðurþing taki þátt í verkefninu "Áform um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins" og sæki um fjárstyrk til Ríkisins vegna staðfanga sem eftir er að tengja á Raufarhöfn. Áætlaður kostnaður er 7-10 milljónir og er því vísað til fjárhagsáætlunar næsta árs. Vísað til afgreiðslu í byggðarráði í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar.
9.Matarvagnar á Raufarhöfn
Málsnúmer 202408021Vakta málsnúmer
Verkefnastjóri atvinnu- og samfélagsþróunar á Raufarhöfn óskar eftir tímabundnu leyfi fyrir matarvagna á Raufarhöfn dagana 6.-8. september 2024.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og veitir sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs umboð til að afgreiða erindi vegna matarvagna á Raufarhöfn helgina 6.-8. september nk.
10.Hverfisráð Kelduhverfis 2023-2025
Málsnúmer 202405020Vakta málsnúmer
Á 471. fundi byggðarráðs 08.08.2024, var eftirfarandi bókað um fundargerð hverfisráðs Kelduhverfis, lið 3: Umhverfis- og öryggismál á skólalóðinni í Lundi Byggðarráð vísar liðnum til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Í sumar var farið í umbætur vegna öryggismála við Öxarfjarðarskóla og á heimreið að skólanum. Verið er að hanna skólalóðina og stefnt er að frekari framkvæmdum þegar sú hönnun liggur fyrir.
11.Samþykkt um fiðurfé
Málsnúmer 202407049Vakta málsnúmer
Til umræðu fyrstu drög að samþykkt Norðurþings um fiðurfé utan skipulagðra landbúnaðarsvæða.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar drögunum til áframhaldandi vinnu hjá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.
12.Framkvæmdaáætlun 2024
Málsnúmer 202310038Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur staða á framkvæmdum sem eru á framkvæmdáætlun árið 2024.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 15:04.