Rifós hf.óskar eftir leyfi til að byggja jöfnunartank á Röndinni
Málsnúmer 202408026
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 194. fundur - 13.08.2024
Rifós hf óskar heimildar til að byggja jöfnunartank austast á lóð sinni á Röndinni. Tankurinn verður um 4 m hærri en gólfkóti aðliggjandi húss og ummál hans um 10 m skv. framlögðum teikningum. Tankurinn yrði utan byggingarreits austan núverandi eldishúss, en þess óskað að erindið verði afgreitt á grunni 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga þar sem horft sé til þess að frávik frá deiliskipulagi hafi óveruleg áhrif á hagsmuni nágranna. Fyrir liggja rissmyndir af tanknum.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að fyrirhuguð uppbygging muni hafa óveruleg áhrif á hagsmuni nágranna og felur byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir tanknum þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað inn.