Fara í efni

Breyting á deiliskipulagi fyrir Röndina fiskeldi

Málsnúmer 202404064

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 186. fundur - 16.04.2024

Fyrir liggur tillaga skipulagsráðgjafa að breytingu deiliskipulags fiskeldis á Röndinni á Kópaskeri. Tillagan felur í sér nýja vegtengingu inn á eldissvæðið sem tengist þjóðvegi gegnt Kotatjörn. Markmið með breytingu deiliskipulagsins er að draga úr umferð stóra ökutækja í gegn um byggðina á Kópaskeri og jafnframt að létta umferðarálagi af Röndinni.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að kynna deiliskipulagsbreytinguna samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 194. fundur - 13.08.2024

Nú er lokið kynningu tillögu að breytingu deiliskipulags fyrir fiskeldi á Röndinni á Kópaskeri. Breyting felst í að gerð verði ný vegtenging inn á lóð fiskeldisins frá Sléttuvegi (870). Tilgangur breytingarinnar er að stytta tengileið inn á lóðina, létta þungaumferð af götum í þéttbýli Kópaskers og létta umferð af Röndinni sem er á náttúrminjaskrá. Tenging inn á Sléttuveg er unnin í samráði við Vegagerðina. Umsagnir bárust frá; 1. Skipulagsstofnun, 2. Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, 3. Minjastofnun, 4. Hitaveitu Öxarfjarðar, 5. Vegagerðinni, 6. Samgöngustofu, 7. Umhverfisstofnun, 8. Náttúrufræðistofnun, 9. Hverfisráði Öxarfjarðar og 10. Fiskistofu.
1. Skipulagsstofnun telur ekki tilefni til að gefa umsögn við skipulagstillöguna á þessu stigi.
2. Náttúruverndarnefnd Þingeyinga gerir ekki athugasemdir við skipulagsbreytinguna.
3. Minjastofnun gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða breytingu deiliskipulagsins.
4. Hitaveita Öxarfjarðar bendir á að skipulagstillagan innihaldi úreltar upplýsingar um hitaveitulagnir á svæðinu. Jafnframt sendi Hitaveitan hnitaskrá fyrir legu hitaveitulagna um skipulagssvæðið.
5. Vegagerðin minnir á að leyfi Vegagerðinnar þarf fyrir framkvæmdum innan veghelgunarsvæðis þó svo framkvæmdin sé í samræmi við skipulag. Útfæra þarf nánar tengingu við Sléttuveg í samráði við Vegagerðina.
6. Samgöngustofa gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.
7. Umhverfisstofnun bendir á mikilvægi þess að framkvæmdir á svæðinu séu utan varptíma fugla.
8. Náttúrufræðistofnun telur jákvætt að létta umferð af náttúruminjum á Röndinni. Hinsvegar muni nýr aðkomuvegur hafa áhrif á fuglavarp norðan fiskeldisins, einkum kríu og hettumáfs, og valda truflununum og hættu á varptíma.
9. Hverfisráð Öxarfjarðar gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytinguna.
10. Fiskistofa gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytinguna.

Skipulags- og framkvæmdaráð telur umsagnir ekki gefa tilefni til breytinga á skipulagstillögunni, nema hvað búið er að uppfæra legu hitaveitulagna skv. upplýsingum frá Hitaveitu Öxarfjarðar. Framkvæmdir við vegagerð skulu vera utan varptíma fugla (sbr. athugasemdir UST og NÍ). Ráðið leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að afla samþykkis Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu gildistöku breytts deiliskipulags.

Byggðarráð Norðurþings - 472. fundur - 15.08.2024

Fyrir byggðarráði liggur til staðfestingar frá 194. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 13. ágúst.

Nú er lokið kynningu tillögu að breytingu deiliskipulags fyrir fiskeldi á Röndinni á Kópaskeri. Breyting felst í að gerð verði ný vegtenging inn á lóð fiskeldisins frá Sléttuvegi (870). Tilgangur breytingarinnar er að stytta tengileið inn á lóðina, létta þungaumferð af götum í þéttbýli Kópaskers og létta umferð af Röndinni sem er á náttúrminjaskrá. Tenging inn á Sléttuveg er unnin í samráði við Vegagerðina. Umsagnir bárust frá; 1. Skipulagsstofnun, 2. Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, 3. Minjastofnun, 4. Hitaveitu Öxarfjarðar, 5. Vegagerðinni, 6. Samgöngustofu, 7. Umhverfisstofnun, 8. Náttúrufræðistofnun, 9. Hverfisráði Öxarfjarðar og 10. Fiskistofu.

1. Skipulagsstofnun telur ekki tilefni til að gefa umsögn við skipulagstillöguna á þessu stigi.
2. Náttúruverndarnefnd Þingeyinga gerir ekki athugasemdir við skipulagsbreytinguna.
3. Minjastofnun gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða breytingu deiliskipulagsins.
4. Hitaveita Öxarfjarðar bendir á að skipulagstillagan innihaldi úreltar upplýsingar um hitaveitulagnir á svæðinu. Jafnframt sendi Hitaveitan hnitaskrá fyrir legu hitaveitulagna um skipulagssvæðið.
5. Vegagerðin minnir á að leyfi Vegagerðinnar þarf fyrir framkvæmdum innan
veghelgunarsvæðis þó svo framkvæmdin sé í samræmi við skipulag. Útfæra þarf nánar
tengingu við Sléttuveg í samráði við Vegagerðina.
6. Samgöngustofa gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.
7. Umhverfisstofnun bendir á mikilvægi þess að framkvæmdir á svæðinu séu utan
varptíma fugla.
8. Náttúrufræðistofnun telur jákvætt að létta umferð af náttúruminjum á Röndinni.
Hinsvegar muni nýr aðkomuvegur hafa áhrif á fuglavarp norðan fiskeldisins, einkum
kríu og hettumáfs, og valda truflununum og hættu á varptíma.
9. Hverfisráð Öxarfjarðar gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytinguna.
10. Fiskistofa gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytinguna.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur umsagnir ekki gefa tilefni til breytinga á
skipulagstillögunni, nema hvað búið er að uppfæra legu hitaveitulagna skv. upplýsingum frá Hitaveitu Öxarfjarðar. Framkvæmdir við vegagerð skulu vera utan varptíma fugla (sbr. athugasemdir UST og NÍ).

Ráðið leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að afla samþykkis Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu gildistöku breytts deiliskipulags.
Byggðarráð samþykkir, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, fyrirliggjandi deiliskipulagsbreytingu.