Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

472. fundur 15. ágúst 2024 kl. 08:30 - 09:43 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá

1.Áform um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins

Málsnúmer 202407047Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til staðfestingar frá 194. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 13. ágúst.

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja upplýsingar og skilyrði vegna
ljósleiðaravæðingar á Raufarhöfn.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til að Norðurþing taki þátt í verkefninu "Áform um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins" og sæki um fjárstyrk til Ríkisins vegna staðfanga sem eftir er að tengja á Raufarhöfn. Áætlaður kostnaður er 7-10 milljónir og er því vísað til fjárhagsáætlunar næsta árs. Vísað til afgreiðslu í byggðarráði í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að taka þátt í verkefninu "Áform um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins" og vísar málinu til fjárhagsáætlunar næsta árs.

2.Framkvæmdaáætlun 2024

Málsnúmer 202310038Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar staða framkvæmda ársins 2024.
Fjármálastjóri fór yfir stöðu verklegra framkvæmda á árinu 2024.

3.Framkvæmd og kostnaðaráætlun fyrir göngusvæði á Reykjaheiði

Málsnúmer 202310115Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá skíðagöngudeild Völsungs vegna lýsingar og afmörkunar á skíðagöngubraut en verkið hófst haustið 2023 og mun því ljúka nú í haust.
Kostnaður Norðurþings á árinu 2024 verður 2 m.kr. og heildarkostnaður sveitarfélagsins í verkefninu er því 3,2 m.kr. sem er í samræmi við það sem lagt var upp með.
Byggðarráð samþykkir að framlag Norðurþings árið 2024 verði að fjárhæð 2.000.000 kr.

4.Viðaukar vegna stöðugilda í Borgarhólsskóla vegna hausts 2024

Málsnúmer 202408014Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráðli liggja tveir viðaukar samtals að upphæð 12.854.794 kr. vegna fjölgunar stöðugilda við Borgarhólsskóla, viðaukarnir voru samþykktir í fjölskylduráði á 191. fundi þann 13. ágúst sl.

Viðauki nr. 3, vegna sérúrræða nemenda að upphæð 5.632.394 kr.
Viðauki nr. 4, vegna tvítyngdra barna að upphæð 7.222.400 kr.

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka og vísar þeim til samþykktar í byggðarráði
Byggðarráð samþykkir, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, fyrirliggjandi viðauka að fjárhæð 5.632.394 kr. og 7.222.400 kr.

5.Stórinúpur ehf.óskar eftir að kaupa viðskipta og þjónustulóð í eigu Norðurþings.

Málsnúmer 202408028Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ósk eigenda Stóranúps ehf. um kaup á lóð við Lund í Öxarfirði L222272 og F2166383. Lóðin er 20.018 m2 að stærð.
Byggðarráð hafnar ósk eigenda Stóranúps ehf. um kaup á landi í eigu Norðurþings, leigusamningur var gerður um lóðina við félagið á árinu 2023 þar er leigutaka leigð lóðin til ótakmarkaðs tíma.

6.Fjölgun tjaldstæða á Raufarhöfn í tengslum við tónleika í Heimskautsgerði

Málsnúmer 202408030Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ósk um leyfi frá Norðurþingi til að staðsetja auka tjaldstæði á eftirfarandi stöðum á Raufarhöfn frá fimmtudegi 5.september til sunnudags 8.september.
A) Í Listigarði milli Aðalbrautar 23 og Aðalbrautar 19 annarsvegar og B) Á lóð við Sjávarbraut, á þeim hluta lóðarinnar sem tilheyrir Norðurþingi.
Byggðarráð samþykkir staðsetningu á auka tjaldsvæði á tímabilinu 5. september - 8. september vegna tónleika sem haldnir verða á Raufarhöfn 7. september nk.

7.Breyting á deiliskipulagi fyrir Röndina fiskeldi

Málsnúmer 202404064Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til staðfestingar frá 194. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 13. ágúst.

Nú er lokið kynningu tillögu að breytingu deiliskipulags fyrir fiskeldi á Röndinni á Kópaskeri. Breyting felst í að gerð verði ný vegtenging inn á lóð fiskeldisins frá Sléttuvegi (870). Tilgangur breytingarinnar er að stytta tengileið inn á lóðina, létta þungaumferð af götum í þéttbýli Kópaskers og létta umferð af Röndinni sem er á náttúrminjaskrá. Tenging inn á Sléttuveg er unnin í samráði við Vegagerðina. Umsagnir bárust frá; 1. Skipulagsstofnun, 2. Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, 3. Minjastofnun, 4. Hitaveitu Öxarfjarðar, 5. Vegagerðinni, 6. Samgöngustofu, 7. Umhverfisstofnun, 8. Náttúrufræðistofnun, 9. Hverfisráði Öxarfjarðar og 10. Fiskistofu.

1. Skipulagsstofnun telur ekki tilefni til að gefa umsögn við skipulagstillöguna á þessu stigi.
2. Náttúruverndarnefnd Þingeyinga gerir ekki athugasemdir við skipulagsbreytinguna.
3. Minjastofnun gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða breytingu deiliskipulagsins.
4. Hitaveita Öxarfjarðar bendir á að skipulagstillagan innihaldi úreltar upplýsingar um hitaveitulagnir á svæðinu. Jafnframt sendi Hitaveitan hnitaskrá fyrir legu hitaveitulagna um skipulagssvæðið.
5. Vegagerðin minnir á að leyfi Vegagerðinnar þarf fyrir framkvæmdum innan
veghelgunarsvæðis þó svo framkvæmdin sé í samræmi við skipulag. Útfæra þarf nánar
tengingu við Sléttuveg í samráði við Vegagerðina.
6. Samgöngustofa gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.
7. Umhverfisstofnun bendir á mikilvægi þess að framkvæmdir á svæðinu séu utan
varptíma fugla.
8. Náttúrufræðistofnun telur jákvætt að létta umferð af náttúruminjum á Röndinni.
Hinsvegar muni nýr aðkomuvegur hafa áhrif á fuglavarp norðan fiskeldisins, einkum
kríu og hettumáfs, og valda truflununum og hættu á varptíma.
9. Hverfisráð Öxarfjarðar gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytinguna.
10. Fiskistofa gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytinguna.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur umsagnir ekki gefa tilefni til breytinga á
skipulagstillögunni, nema hvað búið er að uppfæra legu hitaveitulagna skv. upplýsingum frá Hitaveitu Öxarfjarðar. Framkvæmdir við vegagerð skulu vera utan varptíma fugla (sbr. athugasemdir UST og NÍ).

Ráðið leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að afla samþykkis Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu gildistöku breytts deiliskipulags.
Byggðarráð samþykkir, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, fyrirliggjandi deiliskipulagsbreytingu.

8.Umsókn um framkvæmdarleyfi til skógræktar í landi Þverá

Málsnúmer 202405042Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til staðfestingar frá 194. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 13. ágúst.

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur umsókn Yggdrasill Carbon um aukið
framkvæmdaleyfi vegna skógræktar í landi Þverár í Reykjahverfi. Í júní s.l. samþykkti sveitarstjórn framkvæmdaleyfi til skógræktar í 128 ha lands innan afmarkaðs 200 ha svæðis. Við nánari kortlagningu framkvæmdaaðila á svæðinu kom í ljós að ekki er þörf á eins miklum úrtökum úr því og álitið var þegar fyrri framkvæmdaleyfisumsókn var lögð fram og óskar því framkvæmdaaðili eftir að fá framkvæmdaleyfi til að rækta skóg á 36 ha til viðbótar innan fyrri 200 ha heildarafmörkunar. Fyrir liggur endurskoðuð
skógræktaráætlun unnin af Benjamín Davíðssyni skógfræðingi, dags. júlí 2024.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðarráð, í sumarleyfisumboði
sveitarstjórnar, að gefið verði út viðbótar framkvæmdaleyfi fyrir 36 ha skógrækt á
svæðinu sem bætist við þá 128 ha sem innifaldir eru í fyrirliggjandi framkvæmdaleyfi.
Byggðarráð samþykkir, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að gefið verði út viðbótar framkvæmdaleyfi fyrir 36 ha skógrækt á svæðinu sem bætist við þá 128 ha sem innifaldir eru í fyrirliggjandi framkvæmdaleyfi.

9.Umsókn um lóðarstækkun og útskipti lóðar úr jörðinni Núpi

Málsnúmer 202408015Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til staðfestingar frá 194. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 13. ágúst.

Björg Guðmundsdóttir óskar samþykkis fyrir stækkun lóðarinnar að Núpi 1 (Núpur lóð
L154197) úr 8.120 m² í 14.732 m². Stækkun lóðarinnar kemur úr landi jarðarinnar Núps (L154195). Ennfremur er óskað heimildar til að skipta lóðinni út úr jörðinni. Fyrir liggur hnitsett lóðarblað unnið af Birni Sveinssyni merkjalýsanda.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að stækkun lóðarinnar verði samþykkt og henni skipt út úr jörðinni.
Byggðarráð samþykkir, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, stækkun lóðarinnar og að henni verði skipt út úr jörðinni.

10.Tímabundið áfengisleyfi fyrir Hestamannafélagið Hrímfaxa, Raufarhöfn

Málsnúmer 202408013Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur umsagnarbeiðni vegna tímabundis áfengisleyfis fyrir Hestamannafélagið Hrímfaxa á Raufarhöfn.
Leyfið er í tengslum við tónleika Skálmaldar í Heimskautsgerðinu þann 7. september nk.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.

11.Fundargerðir stjórnar Húsavíkurstofu 2024

Málsnúmer 202401054Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 3. fundar Húsavíkurstofu haldinn þann 12. júní sl.
Lagt fram til kynningar.

12.Aðalfundarboð Skúlagarður fasteignafélag ehf

Málsnúmer 202408023Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur aðalfundarboð Skúlagarðs fasteignafélags ehf. fundurinn verður haldinn þann 22. ágúst nk. í Skúlagarði kl 16:30.
Byggðarráð tilnefnir Katrínu Sigurjónsdóttur sveitarstjóra til setu á fundinum og Áka Hauksson til vara.

13.Fundarboð Flugklasinn Air 66N

Málsnúmer 202408034Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundarboð og ósk um þáttöku fulltrúa Norðurþings á fund Flugklasans þann 26. ágúst nk. kl 13:00 á Akureyri.
Lagt fram til kynningar.

14.Fjölskylduráð - 191

Málsnúmer 2407003FVakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til staðfestingar fundargerð 191. fundar fjölskylduráðs frá 13. ágúst sl.
Lagt fram til kynningar.

15.Skipulags- og framkvæmdaráð - 194

Málsnúmer 2407004FVakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til staðfestingar fundargerð 194. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs frá 13. ágúst sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:43.