Framkvæmd og kostnaðaráætlun fyrir göngusvæði á Reykjaheiði
Málsnúmer 202310115
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 166. fundur - 31.10.2023
Fyrir fjölskylduráði liggur uppfærð framkvæmda- og kostnaðaráætlun fyrir göngusvæði á Reykjaheiði.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 172. fundur - 31.10.2023
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur uppfærð framkvæmda- og kostnaðaráætlun fyrir gönguskíðasvæði á Reykjaheiði sem tekin var fyrir á 166. fundi fjölskylduráðs. Einnig liggur fyrir fundinum rissmynd af upplýstri gönguskíðabraut. Fyrirliggjandi gögn eru frá skíðagöngudeild Völsungs.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimiliar jöfnun gönguskíðabrautar og uppsetningu ljósamastra á svæðinu samkvæmt meðfylgjandi rissmynd.
Byggðarráð Norðurþings - 472. fundur - 15.08.2024
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá skíðagöngudeild Völsungs vegna lýsingar og afmörkunar á skíðagöngubraut en verkið hófst haustið 2023 og mun því ljúka nú í haust.
Kostnaður Norðurþings á árinu 2024 verður 2 m.kr. og heildarkostnaður sveitarfélagsins í verkefninu er því 3,2 m.kr. sem er í samræmi við það sem lagt var upp með.
Kostnaður Norðurþings á árinu 2024 verður 2 m.kr. og heildarkostnaður sveitarfélagsins í verkefninu er því 3,2 m.kr. sem er í samræmi við það sem lagt var upp með.
Byggðarráð samþykkir að framlag Norðurþings árið 2024 verði að fjárhæð 2.000.000 kr.