Sveitarstjórn Norðurþings
1.Beiðni um tímabundið leyfi frá sveitarstjórn Norðurþings vegna fæðingarorlofs
Málsnúmer 202412004Vakta málsnúmer
2.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögurra ára og tilnefningar á aðalfundi 2022-2026
Málsnúmer 202205077Vakta málsnúmer
Aðalmaður í sveitarsjórn í fæðingarorlofi Hafrúnar verður Kristinn Jóhann Lund. Annar varamaður verður Arna Ýr Arnarsdóttir.
Eftirfarandi er tillaga um breytingar í fastanefndum:
Sveitarstjórn: Helena Eydís Ingólfsdóttir verði 2. varaforseti.
Byggðarráð: Helena Eydís Ingólfsdóttir verði formaður og Kristinn Jóhann Lund varamaður.
Skipulags- og framkvæmdaráð: Þorsteinn Snævar Benediktsson verði aðalmaður og Arna Ýr Arnarsdóttir varamaður.
Fjölskylduráð: Kristinn Jóhann Lund verði formaður og Kristján Friðrik Sigurðsson varamaður.
Stjórn Orkuveita Húsavíkur ohf.: Helena Eydís Ingólfsdóttir verði varamaður.
Eftirfarandi er tillaga um breytingar í öðrum nefndum, ráðum og stjórnum:
Landsþing SÍS: Helena Eydís Ingólfsdóttir verði aðalmaður og Kristinn Jóhann lund varamaður.
SSNE þingfulltrúar: Helena Eydís Ingólfsdóttir verði aðalmaður og Kristinn Jóhann lund varamaður.
Menningarmiðstöð Þineyinga (MMÞ) - fulltrúaráð: Helena Eydís Ingólfsdóttir verði aðalmaður og Kristinn Jóhann lund varamaður.
Aðalfundur DA sf.: Kristján Friðrik Sigurðsson verður fulltrúi á aðalfundi.
Stjórn Menningarmiðstöðsvar Þingeyinga: Hjálmar Bogi Hafliðason verður aðalmaður.
Starfskjaranefnd STH: Helena Eydís Ingólfsdóttir verður varamaður.
Skólanefnd FSH: Þorsteinn Snævar Benediktsson verður aðalmaður.
Stjórn Vík hses: Kristinn Jóhann Lund verður aðalmaður og Kristján Friðrik Sigurðsson varamaður.
3.Álagning gjalda 2025
Málsnúmer 202410064Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir að útsvarsprósenta verði áfram 14,97% vegna ársins 2025 og álagning fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði lækki úr 0,460 í 0,450%. Ráðið vísar álagningu gjalda til samþykktar í sveitarstjórn.
Útsvar 14,97%
Fasteignaskattur:
A flokkur 0,450%
B flokkur 1,32%
C flokkur 1,55%
Lóðaleiga 1 1,50%
Lóðaleiga 2 2,50%
Vatnsgjald:
A flokkur 0,050%
B flokkur 0,450%
C flokkur 0,450%
Fráveitugjald:
A flokkur 0,100%
B flokkur 0,275%
C flokkur 0,275%
Sorphirðugjald:
A flokkur - heimili 81.480 kr. (10% hækkun)
B flokkur - sumarhús 40.740 kr. (10% hækkun)
Tillaga um útsvar er samþykkt samhljóða.
Tillaga um fasteignaskatt er samþykkt samhljóða.
Tillaga um lóðaleigu er samþykkt samhljóða.
Tillaga um vatnsgjald er samþykkt samhljóða.
Tillaga um fráveitugjald er samþykkt samhljóða.
Tillaga um sorphirðugjald er samþykkt samhljóða.
4.Gjaldskrár Norðurþings 2025
Málsnúmer 202410079Vakta málsnúmer
Gjaldskrár velferðarsviðs:
Gjaldskrá leikskóla - Lagt er til að gjaldskrá verði óbreytt frá árinu 2024 en ný gjaldskrá verði kynnt á árinu 2025 og muni taka gildi frá 1. ágúst.
Gjaldskrá frístundar - Lögð er til 2,5% hækkun.
Gjaldskrá Tónlistarskóla Húsavíkur - Lögð er til 2,5% hækkun.
Gjaldskrá skólamötuneyta í Norðurþingi - Lögð er til 2,5% hækkun. Áfram verði gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum sveitarfélagsins.
Gjaldskrá bókasafna - Lögð er til 5% hækkun.
Gjaldskrár íþrótta- og tómstundasviðs - Lögð er til 2,5% hækkun á þeim þáttum sem snúa að barnafjölskyldum og fólki í viðkvæmri stöðu. Aðrir liðir taka 5% hækkun.
Gjaldskrár félagsþjónustu - Lögð er til 2,5% hækkun fyrir utan gjaldskrá Þjónustan heim sem hækkar um 5,6% til samræmis við lög um málefni aldraðra nr. 125/1999, lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1999 og þá kjarasamninga sem við eiga.
Gjaldskrár skipulags- og umhverfissviðs:
Gjaldskrá þjónustumiðstöðva Norðurþings, lögð er til 5% hækkun.
Gjaldskrá gámaleigu og landleigu, lögð er til 5% hækkun.
Gjaldskrá hunda og kattahalds, lögð er til 5% hækkun.
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs í Norðurþingi, lögð er til 10% hækkun þar sem gjöldin þurfa að standa sem næst raunkostnaði, sbr. 2. mgr. 23. gr. laga nr. 55/2003.
Gjaldskrá slökkviliðs - lagt er til 5% hækkun.
Gjaldskrá kartöflugarða 2025 verði:
50 fm garður: 2500 kr.
100 fm garður: 5000 kr.
Gjaldskrá netaveiðileyfa í sjó 2025 verði:
13.000 kr. pr. leyfi
Gjaldskrár velferðarsviðs eru samþykktar með atkvæðum Áka, Eiðs, Hafrúnar, Helenu, Hjálmars, Ingibjargar, Jónasar og Soffíu.
Benóný situr hjá.
Gjaldskrár skipualgs- og umhverfisviðs eru samþykktar samhljóða.
5.Áætlanir vegna ársins 2025- 2028
Málsnúmer 202406093Vakta málsnúmer
Meirihluti sveitarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Fjárhagsáætlun ársins 2025 og þriggja ára áætlun eru hér lagðar fram í aðstæðum þar sem horfur í efnahags- og kjaramálum eru betri en þær voru á sama tíma í fyrra. Verðbólga og vextir eru farin að lækka en töluverð óvissa ríkir enn í kjaramálum einstakra félaga. Í áætluninni er lögð áhersla á aðhald í rekstri, eflingu grunnþjónustu og forgangsröðun í þágu yngstu íbúa sveitarfélagsins. Áætlunin stenst lagaleg viðmið um afkomu og fjárhagsstöðu samkvæmt sveitarstjórnarlögum þrátt fyrir töluverða aukningu fjármuna í verklegar framkvæmdir.
Skuldahlutfallið samkvæmt ársreikningi 2023 var 120,7% og útkomuspá fyrir árið 2024 gerir ráð fyrir að skuldahlutfallið verði 125% og samkvæmt áætlun 2025 er gert ráð fyrir því að það verði 123,1%. Skuldaviðmið nemur 65,7% í áætlun 2025. Alþingi hefur samþykkt að víkja þessum reglum til hliðar tímabundið til ársins 2026, ekki reynir á þessa undanþágu hjá Norðurþingi.
Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði 666 m.kr. hjá A-hluta og 986 m.kr. í samstæðunni. Veltufé frá rekstri í samstæðu er því áætlað 14,53% samanborið við 13,83% samkvæmt áætlun 2024. Gert er ráð fyrir að laun og launatengd gjöld í hlutfalli af tekjum nemi 53,5% í samstæðu og 60,6% í A-hluta.
Ljóst er að sveitarstjórn hefur metnaðarfull áform um framkvæmdir á næstu árum en þar ber helst að nefna viðbyggingu við Borgarhólsskóla sem hýsa mun frístund og félagsmiðstöð ásamt uppbyggingu á stúku og nýtt gervigras á Húsavíkurvöll. Framkvæmdir á iðnaðarsvæðinu á Höfða og Röndinni á Kópaskeri styðja við frekari atvinnustarfssemi í sveitarfélaginu. Ýmis smærri verkefni eru á framkvæmdaáætlun og áhersla er á að ljúka þeim verkum sem hafin eru. Einnig má nefna að unnið hefur verið að skipulagi um þéttingu byggðar í suðurbæ Húsavíkur sem fjölgar hagstæðum íbúðarlóðum verulega á næstu árum. Unnið verður áfram við gerð aðalskipulags Norðurþings.
Undirrituð þakka starfsfólki Norðurþings fyrir góða vinnu við gerð fjárhagsáætlunar og fulltrúum allra stjórnmálaflokka fyrir samstarfið á meðan vinnslu fjárhagsáætlunar hefur staðið.
Eiður Pétursson
Hafrún Olgeirsdóttir
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Soffía Gísladóttir
Fjárhagsáætlun 2025 er borin undir atkvæði og er samþykkt samhljóða.
Þriggja ára áætlun 2026-2028 er borin undir atkvæði og er samþykkt með atkvæðum Áka, Eiðs, Hafrúnar, Helenu, Hjálmars og Soffíu.
Benóný, Ingibjörg og Jónas sitja sjá.
6.Framkvæmdaáætlun 2025- 2028
Málsnúmer 202410010Vakta málsnúmer
Byggðarráð vísar framkvæmdaáætlun framkvæmdasviðs vegna ársins 2025 og næstu þriggja ára þar á eftir til samþykktar í sveitarstjórn.
Framkvæmdaáætlun framkvæmdasviðs vegna ársins 2025 og næstu þriggja ára þar á eftir borin undir atkvæði og er samþykkt með atkvæðum Benónýs, Eiðs, Hafrúnar, Helenu, Hjálmars, Ingibjargar, Jónasar og Soffíu.
Áki situr hjá.
7.Fjárhags og framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs Norðurþings 2025-2028
Málsnúmer 202409108Vakta málsnúmer
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir fjárhagsáætlun Hafnasjóðs fyrir árið 2025 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs fyrir árin 2025-2028 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.
Á 482. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð vísar fjárhags- og framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs Norðurþings 2025- 2028 til staðfestingar í sveitarstjórn.
Fjárhagsáætlun Hafnasjóðs fyrir árið 2025 borin undir atkvæði og er samþykkt samhljóða.
Framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs fyrir árin 2026-2028 er borin undir atkvæði og er samþykkt samhljóða.
8.Þjónustustefna Norðurþings
Málsnúmer 202305116Vakta málsnúmer
Fyrirliggjandi stefna er samþykkt samhljóða.
9.Reglur um greiðslur á fatapening
Málsnúmer 202411017Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir meðfylgjandi reglur og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.
Fyrirliggjandi reglur eru samþykktar samhljóða.
10.Sóknaráætlun 2025 - 2029
Málsnúmer 202411025Vakta málsnúmer
Byggðarráð vísar drögum að Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2025- 2029 til umfjöllunar í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.
11.Samningur um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra
Málsnúmer 202410105Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn vísar samningnum til fjölskylduráðs til umfjöllunar fyrir síðari umræðu í sveitarstjórn.
Á 204. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð vísar samningi og samþykktum um barnaverndarþjónustuna á Norðurlandi eystra til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Til afgreiðslu á fundinum liggur samningur Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar, Langanesbyggðar, Norðurþings, Svalbarðsstrandarhrepps, Tjörneshrepps og Þingeyjarsveitar um Barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra.
Eins liggur fyrir samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustunni á Norðurlandi eystra, fylgiskjal með samningi um barnaverndarþjónustu.
Fyrirliggjandi samningur um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra er samþykktur samhljóða.
Fyrirliggjandi samþykkt er um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu á Noðurlandi eystra er samþykkt samhljóða.
12.Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu
Málsnúmer 202309125Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð vísar samkomulagi varðandi viðauka um sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu í Þingeyjarsveit til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Fyrirliggjandi samkomulag um viðauka er samþykkt samhljóða.
13.Íslandsþari ehf.sækir um lóð 1 við Búðarfjöru
Málsnúmer 202411022Vakta málsnúmer
Íslandsþari óskar eftir að fá úthlutað lóðinni að Búðarfjöru 1 á Húsavík til uppbyggingar húsnæðis til úrvinnslu stórþara. Meðfylgjandi umsókn er greinargerð um fyrirhugaða uppbyggingu lóðarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn með atkvæðum Eysteins, Kristins og Soffíu að Íslandsþara verði úthlutað lóðinni. Ingibjörg greiðir atkvæði á móti og Rebekka situr hjá.
Ingibjörg, fulltrúi V-lista, leggur fram eftirfarandi bókun:
Undirritaðri hugnast ekki sú starfsemi sem fyrirhuguð er skv. framlögðum byggingaráformum og leggst því gegn úthlutun lóðarinnar til umsækjanda.
Áki óskar eftir að fært sé til bókar að hann tekur undir bókun Ingibjargar fulltrúa V-lista frá 203. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs. Bókunin hljóðar svo: Undirritaðri hugnast ekki sú starfsemi sem fyrirhuguð er skv. framlögðum byggingaráformum og leggst því gegn úthlutun lóðarinnar til umsækjanda.
Sveitarstjórn samþykkir með atkvæðum Eiðs, Hafrúnar, Helenu, Hjálmars og Soffíu tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
Áki og Ingibjörg greiða atkvæði á móti.
Benóný og Jónas sitja hjá.
14.Breyting á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 vegna iðnaðarsvæðis í landi Akursels
Málsnúmer 202305050Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð telur þær umsagnir sem bárust við kynningu tillögu að breytingu aðalskipulags ekki gefa tilefni til breytinga á henni. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að skipulagsstillagan verði því samþykkt eins og hún var kynnt. Skipulagsfulltrúa verði falið að senda tillöguna til athugunar hjá Skipulagsstofnun.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
15.Breyting á deiliskipulagi fiskeldis á Núpsmýri
Málsnúmer 202205073Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að með breyttri tillögu hafi verið komið til móts við sjónarmið ráðsins frá 9. júlí s.l. með fullnægjandi hætti og leggur því til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt og gildistaka þess auglýst þegar samsvarandi breyting aðalskipulags hefur verið auglýst.
16.Breyting deiliskipulags skólasvæðis á Húsavík
Málsnúmer 202409040Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar hönnun akstursleiða fyrir þyngri ökutæki að skólanum til samráðs milli framkvæmdaaðila og slökkviliðs áður en til framkvæmda kemur. Ráðið telur umsögn slökkviliðsins ekki gefa tilefni til breytinga á skipulagstillögunni. Ráðið fellst á þær breytingar á skipulagstillögunni sem sviðsstjóri óskar eftir og felur skipulagsfulltrúa að láta vinna þær breytingar. Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan með nefndum breytingum verði samþykkt. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku skipulagsins.
17.Auglýsing um umferð 2024
Málsnúmer 202403087Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar auglýsingunni til samþykktar í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi auglýsingu.
18.Byggðarráð Norðurþings - 480
Málsnúmer 2410014FVakta málsnúmer
19.Byggðarráð Norðurþings - 481
Málsnúmer 2411003FVakta málsnúmer
20.Byggðarráð Norðurþings - 482
Málsnúmer 2411006FVakta málsnúmer
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
21.Skipulags- og framkvæmdaráð - 202
Málsnúmer 2410011FVakta málsnúmer
22.Skipulags- og framkvæmdaráð - 203
Málsnúmer 2411001FVakta málsnúmer
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
23.Skipulags- og framkvæmdaráð - 204
Málsnúmer 2411005FVakta málsnúmer
24.Fjölskylduráð - 200
Málsnúmer 2410010FVakta málsnúmer
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
25.Fjölskylduráð - 201
Málsnúmer 2411002FVakta málsnúmer
26.Fjölskylduráð - 202
Málsnúmer 2411004FVakta málsnúmer
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
27.Fjölskylduráð - 203
Málsnúmer 2411011FVakta málsnúmer
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
28.Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 28
Málsnúmer 2411007FVakta málsnúmer
29.Orkuveita Húsavíkur ohf - 261
Málsnúmer 2411008FVakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 16:15.