Fara í efni

Breyting deiliskipulags skólasvæðis á Húsavík

Málsnúmer 202409040

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 195. fundur - 17.09.2024

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar breytingar á deiliskipulagi skólasvæðis á Húsavík.
Fjölskylduráð gerir ekki athugsemdir við tillögur að breyttu deiliskipulagi.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 197. fundur - 24.09.2024

Fyrir liggur tillaga skipulagsráðgjafa að breytingu deiliskipulags skólasvæðis á Húsavík. Meginbreytingin felur í sér skilgreiningu nýs byggingarreits norðaustan Borgarhólsskóla vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar húss fyrir starfsemi frístundar. Húsið yrði á einni hæð auk kjallara, með tvíhalla þaki og mænishæð að hámarki 6 m yfir gólfkóta jarðhæðar. Hámarksgrunnflötur húss væri 500 m²fyrir hvora hæð. Einnig er gert ráð fyrir tengigöngum úr kjallara nýbyggingar yfir í Borgarhólsskóla og að íþróttahöll. Nýtingarhlutfall lóðar Skólagarðs 1 hækkar úr 04 í 0,45. Skipulagstillagan inniheldur aðrar minniháttar breytingar. Fyrir liggur umsögn fjölskylduráðs af fundi 17. september og gerir ráðið ekki athugasemdir við fyrirliggjandi skipulagstillögu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að kynna deiliskipulagstillöguna samkv. ákvæðum skipulagslaga.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 204. fundur - 19.11.2024

Nú er lokið kynningu tillögu að breytingu deiliskipulags skólasvæðis á Húsavík. Umsagnir bárust frá fimm aðilum auk þess sem sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Norðurþings óskar breytinga á skipulagsákvæðum til að auka sveigjanleika í hönnun mannvirkis á byggingarreit D2. Skipulagsstofnun, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirlit og Rarik gera ekki athugasemdir við skipulagstillöguna. Slökkvilið Norðurþings telur að horfa þurfi sérstaklega til burðarþols akstursleiða vegna þungra ökutækja að mannvirkjum á svæðinu. Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Norðurþings óskar eftir að gerðar verði eftirfarandi breytingar á skipulagstillögunni: 1. Stækka byggingarreit C2 um 1 m í hverja átt til að veita aukna möguleika varðandi staðsetningu húss á hönnunarstigi, 2. Rýmka hæðarmörk niðurgrafinna tengiganga og kjallara byggingar á byggingarreit C2 í 4 m (úr 3 m og 3,5 m).
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar hönnun akstursleiða fyrir þyngri ökutæki að skólanum til samráðs milli framkvæmdaaðila og slökkviliðs áður en til framkvæmda kemur. Ráðið telur umsögn slökkviliðsins ekki gefa tilefni til breytinga á skipulagstillögunni. Ráðið fellst á þær breytingar á skipulagstillögunni sem sviðsstjóri óskar eftir og felur skipulagsfulltrúa að láta vinna þær breytingar. Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan með nefndum breytingum verði samþykkt. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku skipulagsins.

Sveitarstjórn Norðurþings - 149. fundur - 05.12.2024

Á 204. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar hönnun akstursleiða fyrir þyngri ökutæki að skólanum til samráðs milli framkvæmdaaðila og slökkviliðs áður en til framkvæmda kemur. Ráðið telur umsögn slökkviliðsins ekki gefa tilefni til breytinga á skipulagstillögunni. Ráðið fellst á þær breytingar á skipulagstillögunni sem sviðsstjóri óskar eftir og felur skipulagsfulltrúa að láta vinna þær breytingar. Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan með nefndum breytingum verði samþykkt. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku skipulagsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.