Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Tækjakaup á íþrótta- og tómstundasviði
Málsnúmer 202408031Vakta málsnúmer
Á 194. fundi fjölskylduráðs 10.09.2024, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð óskar eftir því við skipulags- og framkvæmdaráð að keypt verði tæki til að sinna umhirðu um knattspyrnuvelli samkvæmt minnisblaði íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar tækjakaupum til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2025.
2.Breyting deiliskipulags skólasvæðis á Húsavík
Málsnúmer 202409040Vakta málsnúmer
Fyrir liggur tillaga skipulagsráðgjafa að breytingu deiliskipulags skólasvæðis á Húsavík. Meginbreytingin felur í sér skilgreiningu nýs byggingarreits norðaustan Borgarhólsskóla vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar húss fyrir starfsemi frístundar. Húsið yrði á einni hæð auk kjallara, með tvíhalla þaki og mænishæð að hámarki 6 m yfir gólfkóta jarðhæðar. Hámarksgrunnflötur húss væri 500 m²fyrir hvora hæð. Einnig er gert ráð fyrir tengigöngum úr kjallara nýbyggingar yfir í Borgarhólsskóla og að íþróttahöll. Nýtingarhlutfall lóðar Skólagarðs 1 hækkar úr 04 í 0,45. Skipulagstillagan inniheldur aðrar minniháttar breytingar. Fyrir liggur umsögn fjölskylduráðs af fundi 17. september og gerir ráðið ekki athugasemdir við fyrirliggjandi skipulagstillögu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að kynna deiliskipulagstillöguna samkv. ákvæðum skipulagslaga.
3.Deiliskipulag Garðarsbrautar 44-48
Málsnúmer 202312069Vakta málsnúmer
Skipulagsfulltrúi kynnti stöðu málsins og samskipti við hagsmunaaðila.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samráði við hagsmunaaðila.
4.Breyting aðalskipulags Stórhóll - Hjarðarholt
Málsnúmer 202409090Vakta málsnúmer
Fyrir liggur tillaga skipulagsráðgjafa að breytingu aðalskipulags vegna þéttingar íbúðarbyggðar á deiliskipulagssvæðinu Stórhóll - Hjarðarholt sem afmarkast af Hjarðarhóli í norðri, Baughóli í austri, Þverholti í suðri og Garðarsbraut í vestri. Skipulagsbreytingin miðar að því að byggja megi allt að 65 nýjar íbúðir innan svæðisins í fjölbýlishúsum, raðhúsum, parhúsum og einbýlishúsum. Enn fremur er horft til þess að heimila allt að 10 nýjar íbúðir í þegar byggðum einbýlishúsum innan skipulagssvæðisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að kynna skipulagsbreytinguna á vinnslustigi. Almenn kynning fari fram á opnu húsi.
5.Gestahús Cottages óska eftir að stofnuð verði lóð undir nýtt íbúðarhús við Kaldbak
Málsnúmer 202409082Vakta málsnúmer
Gestahús Cottages óska eftir að stofnuð verði sjálfstæð einbýlishúsalóð út úr lóðinni Kotasælu (L209843). Fyrir liggur tillaga að afmörkun 1.152 m² lóðar. Þess er ennfremur óskað að nýja lóðin fái heitið Kaldbaksstaðir.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt og að hún fái heitið Kaldbaksstaðir.
6.Ósk um rekstrarleyfi gistingar fyrir Stóragarð 15, Yggla leigufélag
Málsnúmer 202409046Vakta málsnúmer
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar Norðurþings um rekstrarleyfi til sölu gistingar (flokkur II) í fjórum íbúðum að Stóragarði 15 á Húsavík.
Með vísan til nýlegra breytinga á 3. gr. laga nr. 85/2007 telur skipulags- og framkvæmdaráð nú óheimilt að veita ný leyfi til rekstrarleyfisskyldrar gististarfsemi í íbúðarhúsi innan þéttbýlis. Ráðið leggst því gegn veitingu leyfisins.
7.Erindi vegna mála tengd Gistihúsinu Hreiðrinu á Raufarhöfn
Málsnúmer 202409081Vakta málsnúmer
Erindi frá eigendum Gistihússins Hreiðursins.
Fyrirspurn 1: Aðalbraut 16 er ekki inn í áformum um uppbyggingu á SR lóðinni.
Fyrirspurn 2: Samkv. nýlegum samskiptum við Vegagerðina er horft til að umræddir staurar verði fjarlægðir og nýjir ljósastaurar settir upp vestan Aðalbrautar.
Fyrirspurn 3: Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar beiðni um afnot eða leigu af Lýsishúsinu.
Fyrirspurn 2: Samkv. nýlegum samskiptum við Vegagerðina er horft til að umræddir staurar verði fjarlægðir og nýjir ljósastaurar settir upp vestan Aðalbrautar.
Fyrirspurn 3: Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar beiðni um afnot eða leigu af Lýsishúsinu.
8.Umhverfis- og loftlagsstefna Norðurþings
Málsnúmer 201707063Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti lokadrög umhverfis- og loftslagsáætlunar Norðurþings, sem unnið hefur verið að síðan í desember 2023.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að kynna drög að umhverfis- og loftlagsstefnu á vefsíðu sveitarfélagsins og leita umsagna hjá fjölskylduráði, ungmennaráði, hverfisráðum og byggðarráði, ásamt því að setja hana í íbúasamráð á Betra Ísland.
9.Undirbúningur á byggingarlandi í Skógargerðismel
Málsnúmer 202302040Vakta málsnúmer
Niðurstöður jarðkönnunar- og efnisrannsóknar fyrir Skógargerðismel ásamt fornleifaskráningu kynntar.
Skipulags- og framkvæmdaráð óskar eftir því að fá ráðgjafa frá Verkís á fund ráðsins við fyrsta tækifæri.
Fundi slitið - kl. 15:00.