Breyting aðalskipulags Stórhóll - Hjarðarholt
Málsnúmer 202409090
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 197. fundur - 24.09.2024
Fyrir liggur tillaga skipulagsráðgjafa að breytingu aðalskipulags vegna þéttingar íbúðarbyggðar á deiliskipulagssvæðinu Stórhóll - Hjarðarholt sem afmarkast af Hjarðarhóli í norðri, Baughóli í austri, Þverholti í suðri og Garðarsbraut í vestri. Skipulagsbreytingin miðar að því að byggja megi allt að 65 nýjar íbúðir innan svæðisins í fjölbýlishúsum, raðhúsum, parhúsum og einbýlishúsum. Enn fremur er horft til þess að heimila allt að 10 nýjar íbúðir í þegar byggðum einbýlishúsum innan skipulagssvæðisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að kynna skipulagsbreytinguna á vinnslustigi. Almenn kynning fari fram á opnu húsi.