Fara í efni

Íslandsþari ehf. sækir um lóð 1 við Búðarfjöru

Málsnúmer 202411022

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 203. fundur - 12.11.2024

Íslandsþari óskar eftir að fá úthlutað lóðinni að Búðarfjöru 1 á Húsavík til uppbyggingar húsnæðis til úrvinnslu stórþara. Meðfylgjandi umsókn er greinargerð um fyrirhugaða uppbyggingu lóðarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn með atkvæðum Eysteins, Kristins og Soffíu að Íslandsþara verði úthlutað lóðinni. Ingibjörg greiðir atkvæði á móti og Rebekka situr hjá.

Ingibjörg, fulltrúi V-lista, leggur fram eftirfarandi bókun:
Undirritaðri hugnast ekki sú starfsemi sem fyrirhuguð er skv. framlögðum byggingaráformum og leggst því gegn úthlutun lóðarinnar til umsækjanda.