Fara í efni

Íslandsþari ehf. sækir um lóð 1 við Búðarfjöru

Málsnúmer 202411022

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 203. fundur - 12.11.2024

Íslandsþari óskar eftir að fá úthlutað lóðinni að Búðarfjöru 1 á Húsavík til uppbyggingar húsnæðis til úrvinnslu stórþara. Meðfylgjandi umsókn er greinargerð um fyrirhugaða uppbyggingu lóðarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn með atkvæðum Eysteins, Kristins og Soffíu að Íslandsþara verði úthlutað lóðinni. Ingibjörg greiðir atkvæði á móti og Rebekka situr hjá.

Ingibjörg, fulltrúi V-lista, leggur fram eftirfarandi bókun:
Undirritaðri hugnast ekki sú starfsemi sem fyrirhuguð er skv. framlögðum byggingaráformum og leggst því gegn úthlutun lóðarinnar til umsækjanda.

Sveitarstjórn Norðurþings - 149. fundur - 05.12.2024

Á 203. fundi skipulags- og framkæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Íslandsþari óskar eftir að fá úthlutað lóðinni að Búðarfjöru 1 á Húsavík til uppbyggingar húsnæðis til úrvinnslu stórþara. Meðfylgjandi umsókn er greinargerð um fyrirhugaða uppbyggingu lóðarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn með atkvæðum Eysteins, Kristins og Soffíu að Íslandsþara verði úthlutað lóðinni. Ingibjörg greiðir atkvæði á móti og Rebekka situr hjá.

Ingibjörg, fulltrúi V-lista, leggur fram eftirfarandi bókun:
Undirritaðri hugnast ekki sú starfsemi sem fyrirhuguð er skv. framlögðum byggingaráformum og leggst því gegn úthlutun lóðarinnar til umsækjanda.
Til máls tóku: Soffía, Benóný, Áki, Katrín, Eiður, Jónas og Hafrún.

Áki óskar eftir að fært sé til bókar að hann tekur undir bókun Ingibjargar fulltrúa V-lista frá 203. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs. Bókunin hljóðar svo: Undirritaðri hugnast ekki sú starfsemi sem fyrirhuguð er skv. framlögðum byggingaráformum og leggst því gegn úthlutun lóðarinnar til umsækjanda.

Sveitarstjórn samþykkir með atkvæðum Eiðs, Hafrúnar, Helenu, Hjálmars og Soffíu tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
Áki og Ingibjörg greiða atkvæði á móti.
Benóný og Jónas sitja hjá.