Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

203. fundur 12. nóvember 2024 kl. 13:00 - 14:50 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Birkir Freyr Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
Starfsmenn
  • Elvar Árni Lund sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri á framkvæmdasviði
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
  • Líney Gylfadóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Líney Gylfadóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá

1.Þjónustustefna Norðurþings

Málsnúmer 202305116Vakta málsnúmer

Á 148. fundi sveitarstjórnar Norðurþings var eftirfarandi bókað: Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa þjónustustefnu sveitarfélagsins til síðari umræðu. Eins er stefnunni vísað til byggðarráðs, fjölskylduráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs til úrvinnslu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að uppfæra stefnuna m.t.t. yfirferðar ráðsins.

2.Jarðfall ofan við Skálabrekku

Málsnúmer 202411012Vakta málsnúmer

Minnisblað Veðurstofu Íslands um aðstæður í Skálabrekku á Húsavík og aurflóð í ágúst 2024.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að fá fagaðila til að skipuleggja aðgerðir ofan Skálabrekku í samráði við þjónustumiðstöð Norðurþings.

3.Umhverfis- og loftlagsstefna Norðurþings

Málsnúmer 201707063Vakta málsnúmer

Á 197. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 24.09.2024, var eftirfarandi bókað: "Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að kynna drög að umhverfis- og loftlagsstefnu á vefsíðu sveitarfélagsins og leita umsagna hjá fjölskylduráði, ungmennaráði, hverfisráðum og byggðarráði, ásamt því að setja hana í íbúasamráð á Betra Ísland."

Sviðsstjóri kynnti umsagnir ráða um drög að umhverfis- og loftslagsáætlun Norðurþings.
Umsagnir hafa borist frá öllum ráðum og eru í fylgiskjali.

Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar veittar umsagnir og felur sviðsstjóra að auglýsa drögin á vefsíðu Norðurþings og betraisland.is

4.Borgarhólsskóli - viðbygging, Fjölnotahúsnæði

Málsnúmer 202311123Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti framgang í hönnun viðbyggingar við Borgarhólsskóla.
Lagt fram til kynningar.

5.Veiðifélag Mýrarkvíslar óskar eftir leyfi fyrir viðbyggingu á veiðihúsi við Mýrarkvísl

Málsnúmer 202410080Vakta málsnúmer

Veiðifélag Mýrarkvíslar óskar eftir leyfi til að byggja sólskála við veiðihúsið við Mýrarkvísl. Stærð viðbyggingar er 32,7 m² og 103,2 m3. Teikningar eru unnar af Erni Sigurðssyni byggingartæknifræðingi hjá Norðurvík. Meðfylgjandi umsókn er skriflegt samþykki eiganda aðliggjandi jarðar og næstu nágranna fyrir uppbyggingunni.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur fyrirliggjandi grenndarkynningu fullnægjandi og heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir sólskálanum þegar fullnægjandi gögn þar að lútandi hafa borist.

6.Íslandsþari ehf. sækir um lóð 1 við Búðarfjöru

Málsnúmer 202411022Vakta málsnúmer

Íslandsþari óskar eftir að fá úthlutað lóðinni að Búðarfjöru 1 á Húsavík til uppbyggingar húsnæðis til úrvinnslu stórþara. Meðfylgjandi umsókn er greinargerð um fyrirhugaða uppbyggingu lóðarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn með atkvæðum Eysteins, Kristins og Soffíu að Íslandsþara verði úthlutað lóðinni. Ingibjörg greiðir atkvæði á móti og Rebekka situr hjá.

Ingibjörg, fulltrúi V-lista, leggur fram eftirfarandi bókun:
Undirritaðri hugnast ekki sú starfsemi sem fyrirhuguð er skv. framlögðum byggingaráformum og leggst því gegn úthlutun lóðarinnar til umsækjanda.

7.Gjaldskrár skipulags- og umhverfissviðs 2025

Málsnúmer 202410011Vakta málsnúmer

Gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs og ákvörðun um álagningu fyrir árið 2025.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrár og vísar til sveitarstjórnar. Gjaldskrárnar fela í sér eftirfarandi hækkun:
Gjaldskrá þjónustumiðstöðva Norðurþings, lögð er til 5% hækkun.
Gjaldskrá gámaleigu og landleigu, lögð er til 5% hækkun.
Gjaldskrá hunda og kattahalds, lögð er til 5% hækkun.
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs í Norðurþingi, lögð er til 10% hækkun þar sem gjöldin þurfa að standa sem næst raunkostnaði, sbr. 2. mgr. 23. gr. laga nr. 55/2003.

8.Auglýsing um umferð 2024

Málsnúmer 202403087Vakta málsnúmer

Tillaga Vegagerðarinnar um hámarkshraða á Mararbraut (vegi 85-05) á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu Vegagerðarinnar og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að uppfæra drög að auglýsingu um umferð á Húsavík og leggja fyrir ráðið á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 14:50.