Fara í efni

Borgarhólsskóli - viðbygging, Fjölnotahúsnæði

Málsnúmer 202311123

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 458. fundur - 07.03.2024

Fyrir byggðarráði liggja til kynningar drög að hönnunarsamningi og tímalína vegna byggingar á fjölnotahúsnæði við Borgarhólsskóla.
Samkvæmt tímalínu hönnunar og vinnu við skipulag má gera ráð fyrir því að framkvæmdir við húsnæðið geta hafist í upphafi næsta árs.

Fjölskylduráð - 183. fundur - 16.04.2024

Drög að teikningum fjölnota húsnæðis við Borgarhólsskóla eru lögð fram til kynningar.
Fjölskylduráð þakkar Sigríði og Ástríði frá Basalt arkitektum fyrir kynninguna. Ráðið felur sviðsstjóra velferðarsviðs að kynna tillögurnar fyrir stjórnendum á sviðinu. Fjölskylduráð fjallar aftur um málið á næsta fundi.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 186. fundur - 16.04.2024

Sigríður Sigþórsdóttir og Ástríður Magnúsdóttir arkitektar hjá Basalt arkitektum mættu á fundinn og kynntu drög að hönnun á fjölnota húsnæði við Borgarhólsskóla.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Sigríði og Ástríði fyrir kynninguna.

Fjölskylduráð - 184. fundur - 23.04.2024

Á 183. fundi fjölskylduráðs 16.04.2024, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð þakkar Sigríði og Ástríði frá Basalt arkitektum fyrir kynninguna. Ráðið felur sviðsstjóra velferðarsviðs að kynna tillögurnar fyrir stjórnendum á sviðinu. Fjölskylduráð fjallar aftur um málið á næsta fundi.
Fjölskylduráð leggur til við skipulags- og framkvæmdaráð að unnið verði áfram með tillögu 1.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 187. fundur - 23.04.2024

Fundur hófst á sameiginlegum fundi skipulags- og framkvæmdaráðs og fjölskylduráðs þar sem farið var yfir þrjár tillögur að byggingu fjölnota húsnæðis við Borgarhólsskóla. Á 184. fundi fjölskylduráðs, 23.04.2024, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð leggur til við skipulags- og framkvæmdaráð að unnir verði áfram með tillögu 1.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram samkvæmt tillögu 1.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 190. fundur - 28.05.2024

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja uppfærðar teikningar af viðbyggingu við Borgarhólsskóla.
Lagt fram til kynningar.

Birkir Freyr Stefánsson fyrir hönd M-lista samfélagsins óskar bókað: Við hönnun hússins verður að leitast leiða við að halda byggingarkostnaði í skefjum. Og halda framtíðar viðhaldskostnaði niðri. Þessar teikningar með háu þaki, og þakgluggum mun bæði auka kostnað við byggingu, ásamt því að allar breytingar í framtíðinni munu verða dýrari. Sömuleiðis verður hljóðvist að öllum líkindum vandamál ef ekki verður farið í kerfisloft.

Fjölskylduráð - 187. fundur - 04.06.2024

Fyrir fjölskylduráði liggja uppfærðar teikningar af viðbyggingu við Borgarhólsskóla.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 195. fundur - 27.08.2024

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs f.h. Norðurþings óskar þess að skipulags- og framkvæmdaráð láti vinna tillögu að breytingu deiliskipulags fyrir skólasvæðið á Húsavík vegna áforma um að byggja fjölnotahúsnæði við Borgarhólsskóla. Fyrir fundi liggja tillögur að hönnun hússins og afstöðu þess.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að vinna tillögu að breytingu deiliskipulags skólasvæðisins sem miðar að því að heimila fyrirhugaða uppbyggingu.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 195. fundur - 27.08.2024

Tillaga frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs varðandi stærð á kjallara undir nýju fjölnotahúsnæði við Borgarhólsskóla.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu sviðsstjóra.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 196. fundur - 10.09.2024

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti tilboð verkfræðistofunnar Eflu um verkfræðiráðgjöf vegna hönnunar á viðbyggingu við Borgarhólsskóla.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tilboð.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 198. fundur - 01.10.2024

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti breytingar á kostnaði vegna verkfæðihönnunar á viðbyggingu við Borgarhólsskóla.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkti á 196. fundi tilboð frá Eflu vegna verkfræðihönnunar fyrir viðbyggingu við Borgarhólsskóla. Nú liggur fyrir að kostnaður verður hærri þar sem samþykkt hefur verið að kjallari hússins verði að sömu stærð og jarðhæð.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 201. fundur - 22.10.2024

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja fyrir, til kynningar, frá Basalt Arkitektum að innra fyrirkomulagi í kjallara viðbyggingar við Borgarhólsskóla.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 203. fundur - 12.11.2024

Sviðsstjóri kynnti framgang í hönnun viðbyggingar við Borgarhólsskóla.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 204. fundur - 19.11.2024

Fulltrúar frá Basalt Arkitektum og Eflu verkfræðistofu áttu fjarfund með skipulags- og framkvæmdaráði þar sem farið var yfir hönnun og teikningar af nýju frístundarhúsnæði.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fulltrúum Basalts og Eflu fyrir komuna á fundinn og kynningu á stöðu hönnunar.