Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

187. fundur 23. apríl 2024 kl. 12:00 - 14:05 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir varaformaður
  • Birkir Freyr Stefánsson aðalmaður
  • Reynir Ingi Reinhardsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Elvar Árni Lund sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri sat fundinn undir máli 1.

1.Borgarhólsskóli - viðbygging, Fjölnotahúsnæði

Málsnúmer 202311123Vakta málsnúmer

Fundur hófst á sameiginlegum fundi skipulags- og framkvæmdaráðs og fjölskylduráðs þar sem farið var yfir þrjár tillögur að byggingu fjölnota húsnæðis við Borgarhólsskóla. Á 184. fundi fjölskylduráðs, 23.04.2024, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð leggur til við skipulags- og framkvæmdaráð að unnir verði áfram með tillögu 1.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram samkvæmt tillögu 1.

2.Breyting á deiliskipulagi íbúðarsvæði Í5 á Húsavík

Málsnúmer 202402030Vakta málsnúmer

Nú er lokið grenndarkynningu vegna breytinga á deiliskipulagi íbúðarsvæðis Í5 á Húsavík. Breytingin felst í að færa götuna Stóragarð lengra frá íbúðarhúsinu Ásgarði. Aðeins ein umsögn barst, frá Valgeiri Kristinssyni lögmanni f.h. Marteins Péturssonar, Ingvars Kristjáns Marteinssonar og Péturs Lúðvíks Marteinssonar. Gerð er athugasemd við að heimila eigi allt að fimm hæða stórhýsi við túnfótinn að Ásgarði. Gerð er krafa um uppgjör á erfðafesturéttindum áður en hafist er handa við framkvæmdir á Ásgarðstúni.
Skipulagsbreytingin snýr eingöngu að því að færa götuna Stóragarð lengra frá Ásgarði og felur ekki í sér breytingar á hæðum húsa. Það er heldur ekki deiliskipulagsins að fjalla um uppgjör réttinda. Skipulags- og framkvæmdaráð telur því fram komnar athugasemdir ekki gefa tilefni til að breyta skipulagstillögunni.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt eins og hún var kynnt.

3.Umsókn um byggingarleyfi og breytta skráningu á Vogar Fundarhús

Málsnúmer 202404090Vakta málsnúmer

Bjarni Jónsson óskar leyfis til breytinga á Vogum Fundahúsi í Kelduhverfi. Gengið er út frá að húsið verði skráð sem einbýlishús. Fyrir fundi liggja teikningar unnar af Almari Eggertssyni, byggingarfræðingi hjá Faglausn. Ennfremur er þess óskað að húsið fái heitið Vatnshús.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir breytta notkun hússins og nýtt heiti. Byggingarfulltrúa er heimilað að veita byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað.

4.Umsókn um stofnun lóðar út úr Krummaholti

Málsnúmer 202404091Vakta málsnúmer

Atli Jespersen óskar eftir samþykki fyrir stofnun íbúðarhúsalóðar út úr Krummaholti í Reykjahverfi. Lóðin fái heitið Sjónarhóll. Fyrir liggur hnitsett lóðarblað unnið af Hákoni Jenssyni merkjalýsanda hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar Sjónarhóls verði samþykkt á grundvelli lóðarblaðsins.

5.Umhverfis- og loftlagsstefna Norðurþings

Málsnúmer 201707063Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti fyrir skipulags- og framkvæmdaráði drög að umhverfis- og loftslagsáætlun Norðurþings. Áætlað er að vinnuhópur skili lokatillögum til ráðsins í maí 2024.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs fyrir kynninguna.

6.Endurskoðun á núverandi fyrirkomulagi stuðningskerfa í landgræðslu og skógrækt

Málsnúmer 202402114Vakta málsnúmer

Á 186. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 16.04.2024, var eftirfarandi bókað: Á 183. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var lagt fram til kynningar erindi frá Landi og Skógi vegna endurskoðunar á núverandi fyrirkomulagi stuðningskerfa í landgræðslu og skógrækt. Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti erindið eftir það fyrir Skógræktarfélagi Húsavíkur og óskaði eftir tillögum félagsins, sem voru lagðar fram á fundinum til kynningar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að senda umsögn til Lands og skóga.

Kristinn Jóhann Lund situr hjá.

Fundi slitið - kl. 14:05.