Endurskoðun á núverandi fyrirkomulagi stuðningskerfa í landgræðslu og skógrækt
Málsnúmer 202402114
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 183. fundur - 12.03.2024
Matvælaráðuneytið hefur falið Landi og skógi að hefja endurskoðun á núverandi fyrirkomulagi stuðningskerfa í landgræðslu og skógrækt. Tilgangur þessa erindis nú er að kalla eftir ábendingum sem nýst geta við vinnuna við að móta tillögur að endurskoðuðu stuðningskerfi, en markmiðið er að til verði tillaga að heildstæðu stuðningskerfi málaflokksins innan stofnunarinnar sem jafnframt styður við stefnu stjórnvalda á sviði loftslagsmála, verndunar líffræðilegrar fjölbreytni og byggðamála.
Stuðningskerfin sem um ræðir eiga að efla þátttöku einstaklinga, félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana í landgræðslu og skógrækt, meðal annars í samræmi við opinberar stefnur í umhverfismálum, loftslagsmálum, landbúnaði og atvinnumálum.
Stuðningskerfin sem um ræðir eiga að efla þátttöku einstaklinga, félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana í landgræðslu og skógrækt, meðal annars í samræmi við opinberar stefnur í umhverfismálum, loftslagsmálum, landbúnaði og atvinnumálum.
Lagt fram til kynningar.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 185. fundur - 09.04.2024
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti fyrir ráðinu tillögur frá Skógræktarfélagi Húsavíkur varðandi breytingar og samræmingu á framlögum frá Landi og skógi.
Á 183. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var lagt fram til kynningar erindi frá Landi og Skógi vegna endurskoðunar á núverandi fyrirkomulagi stuðningskerfa í landgræðslu og skógrækt. Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti erindið eftir það fyrir Skógræktarfélagi Húsavíkur og óskaði eftir tillögum félagsins, sem voru lagðar fram á fundinum til kynningar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram og kynna fyrir ráðinu að nýju.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram og kynna fyrir ráðinu að nýju.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 187. fundur - 23.04.2024
Á 186. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 16.04.2024, var eftirfarandi bókað: Á 183. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var lagt fram til kynningar erindi frá Landi og Skógi vegna endurskoðunar á núverandi fyrirkomulagi stuðningskerfa í landgræðslu og skógrækt. Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti erindið eftir það fyrir Skógræktarfélagi Húsavíkur og óskaði eftir tillögum félagsins, sem voru lagðar fram á fundinum til kynningar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að senda umsögn til Lands og skóga.
Kristinn Jóhann Lund situr hjá.
Kristinn Jóhann Lund situr hjá.