Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

458. fundur 07. mars 2024 kl. 08:30 - 10:20 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Hafrún Olgeirsdóttir
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá

1.Ketilsbraut 7-9, húsnæðisaðstæður

Málsnúmer 202312079Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að taka ákvörðun vegna tilboðs í eignina Stóragarð 1 á Húsavík.

Bókað á síðasta fundi: Fyrir byggðarráði liggur að taka ákvörðun um kaup á Stóragarði 1 fyrir stjórnsýsluhús. Tilboðið var gert með fyrirvara um samþykki byggðarráðs og hefur verið samþykkt af seljanda. Ráðið felur sveitarstjóra að afla frekari gagna og mun taka ákvörðun um kaupin á næsta fundi ráðsins 7. mars nk.
Byggðarráð hafnar kaupum á eigninni Stóragarði 1 á Húsavík.

Byggðarráð heldur áfram umfjöllun sinni um húsnæði stjórnsýslunnar á Húsavík á næstu fundum.

2.Rekstur Norðurþings 2024

Málsnúmer 202312117Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja útsvarstekjur í febrúar 2024, einnig liggur fyrir álit um færslu tryggingafræðilegs endurmats Brúar lífeyrissjóðs í bókum sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

3.Kostnaðaráætlun nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík

Málsnúmer 202104106Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur samantekt og upplýsingar sveitarstjóra vegna stöðu mála á byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík.
Sveitarstjóri upplýsti ráðið um stöðu verkefnisins og þá vinnu sem er í gangi núna í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið og FSRE.

4.Borgarhólsskóli - viðbygging, Fjölnotahúsnæði

Málsnúmer 202311123Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja til kynningar drög að hönnunarsamningi og tímalína vegna byggingar á fjölnotahúsnæði við Borgarhólsskóla.
Samkvæmt tímalínu hönnunar og vinnu við skipulag má gera ráð fyrir því að framkvæmdir við húsnæðið geta hafist í upphafi næsta árs.

5.Kynning á dagskrá í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins 2024

Málsnúmer 202403003Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur kynning á dagskrá tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins 2024.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til fjölskylduráðs til úrvinnslu.

6.Gjaldtaka á bílastæðum í miðbænum og á hafnarsvæði

Málsnúmer 202311017Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur frá skipulags- og framkvæmdaráði tillaga að stofnun bílastæðasjóðs fyrir Norðurþing.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna möguleika á stofnun bílastæðasjóðs Norðurþings og kynna fyrir ráðinu að nýju.

7.Aðalfundur Norðurhjara ferðaþjónustusamtaka

Málsnúmer 202301049Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar ársreikningur og ársskýrsla Norðurhjara ferðaþjónustusamtaka fyrir árið 2023 en aðalfundur samtakanna fór fram 22. febrúar sl.
Lagt fram til kynnningar.

8.Drög að þingsályktunartillögu um aðgerðaráætlun ferðaþjónustunnar í Samráðsgátt stjórnvalda

Málsnúmer 202402116Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja til umsagnar drög að þingsályktunartillögu um aðgerðaráætlun ferðaþjónustunnar eru nú komin í Samráðsgátt stjórnvalda.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að umsögn og bera undir ráðið.

9.Nefnda- og greingarsvið Alþingis - Alþingi opnar nýja umsagnargátt

Málsnúmer 202402117Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis að opnuð var ný umsagnargátt þann 28. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.

10.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202402123Vakta málsnúmer

Fyrri byggðarráði liggur dagskrá aðalafundar Lánasjóðs sveitarfélaga 2024, fundurinn verður haldinn 14. mars nk.
Samkvæmt samþykktum Lánasjóðs sveitarfélaga fer sveitarstjóri sjálfkrafa með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.

11.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401083Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga fundur 944. haldinn þann 23. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs 2024

Málsnúmer 202403007Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs frá 106. fundi haldinn þann 4. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:20.