Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
Bergþór Bjarnason, fjármálastjóri, og Kristinn Jóhann Ásgrímsson, verkefnastjóri á framkvæmdasviði, sátu fundinn undir liðum 1 og 2.
1.Borgarhólsskóli - viðbygging, Fjölnotahúsnæði
Málsnúmer 202311123Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti stöðu á hönnun og fyrirhugðu útboði á fyrri hluta framkvæmda viðbyggingar við Borgarhólsskóla.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram og kynna endanleg útboðsgögn á næsta fundi ráðsins. Gert er ráð fyrir að útboð verði auglýst í lok næstu viku.
2.Saunaklefi í Sundlaug Húsavíkur
Málsnúmer 202502009Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Birgittu Bjarneyju Svavarsdóttur varðandi gufubaðsaðstöðu við Sundlaug Húsavíkur.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið og vísar því til næstu fjárhagsáætlunargerðar.
3.Boð um þátttöku í samráði: Breyting á reglugerð um urðum úrgangs nr. 738/2003
Málsnúmer 202502013Vakta málsnúmer
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 14/2025 - Breyting á reglugerð um urðun úrgangs nr. 738/2003.
Umsagnarfrestur er til og með 19.02.2025.
Umsagnarfrestur er til og með 19.02.2025.
Lagt fram til kynningar.
4.Ósk um leyfi fyrir viðbyggingu á fjárhúsi í landi Höfða við Raufarhöfn
Málsnúmer 202502007Vakta málsnúmer
Óskað er leyfis til viðbyggingar fjárhúss í landi Höfða sunnan Raufarhafnar. Fyrir liggur afstöðumynd af fyrirhugaðri nýbyggingu. SV-horn nýbyggingar er málsett 20,94 m frá miðlínu þjóðvegar. Nýbygging kemur í stað núverandi hlöðu en er þó fjær þjóðvegi en hún.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla umsagnar Vegagerðarinnar vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar.
5.Umsókn um byggingarleyfi fyrir sólstofu við Höfðaveg 24
Málsnúmer 202502016Vakta málsnúmer
Björn Hólmgeirsson og Hólmfríður Jónasdóttir óska eftir heimild til að reisa sólstofu við Höfðaveg 24. Fyrir liggur grunnmynd og skissur af útliti unnar af Baldri Kristjánssyni.
Fyrir liggur jákvæð umsögn eldvarnareftirlits.
Fyrir liggur jákvæð umsögn eldvarnareftirlits.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið nágrönnum að Höfðavegi 22 og 26 og Laugarbrekku 11 og 13 þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað inn. Umsækjandi þarf að skila inn skriflegu samþykki meðeigenda í húsinu.
6.Umsagnarbeiðni frá Langanesbyggð v.breytingar á aðalskipulagi Tunguárvirkjun í Þistilfirði
Málsnúmer 202502019Vakta málsnúmer
Langanesbyggð óskar umsagnar um skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Langanesbyggðar vegna Tunguárvirkjunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi skipulagslýsingu.
7.Umsagnarbeiðni frá Langanesbyggð v.breytingar á deiliskipulagi Tunguárvirkjun í Þistilfirði
Málsnúmer 202502020Vakta málsnúmer
Langanesbyggð óskar umsagnar um skipulagslýsingu vegna deiliskipulag vegna Tunguárvirkjunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings hefur engar athugasemdir við skipulagslýsinguna.
8.Rarik óskar framkvæmdaleyfis fyrir lagningu strenglagnar innan Vatnajökulsþjóðgarðs
Málsnúmer 202502021Vakta málsnúmer
RARIK óskar framkvæmdaleyfis vegna plægingar tveggja 33 kV strengja frá aðveitustöð RARIK við Lindarbrekku í Kelduhverfi að Grímsstöðum á Fjöllum. Lagnaleiðir liggja m.a. um vatnsverndarsvæði, hverfisverndarsvæði og Vatnajökulsþjóðgarðs. Strengleiðin fylgir að miklu leyti röskuðu svæði á jaðri veghelgunarsvæðis Dettifossvegar. Gert er ráð fyrir að þvera Jökulsá við brú á þjóðvegi nr. 1.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að afla viðeigandi umsagna vegna erindisins áður en það er tekið til formlegrar afgreiðslu sveitarfélagsins.
9.Ósk um afmörkun lóðar Harðbakur 1 og 2 lóð L154163
Málsnúmer 202502024Vakta málsnúmer
Margrét Rögnvaldsdóttir, f.h. eigenda Harðbaks 1 og 2 á Melrakkasléttu, óskar samþykki fyrir afmörkun 904,9 m² lóðar um Ellubæ við Harðbak. Í fasteignaskrá er skráð lóð umhverfis Ellubæ undir heitinu Harðbakur 1 og 2 lóð (L154163). Lóðin er þar skilgreind án afmörkunar og flatarmáls. Jafnframt er þess óskað að lóðin fái heitið Harðbakur Ellubær. Fyrir liggur tillaga að merkjalýsingu með hnitsettum lóðaruppdrætti. Merkjalýsing er unnin af Hirti Erni Arnarsyni merkjalýsanda.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að afmörkun lóðarinnar verði samþykkt og að nýtt heiti lóðarinnar verði Harðbakur Ellubær.
Fundi slitið - kl. 14:00.