Fara í efni

Fjölskylduráð

184. fundur 23. apríl 2024 kl. 10:00 - 13:00 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Viðarsson aðalmaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóna Björg Arnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Hafrún Olgeirsdóttir Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Jónas Þór Viðarsson vék af fundi kl.10:15. Hann kom aftur á fund kl. 10:40.
Jónas Þór Viðarsson vék af fundi kl. 11:55.
Jóna Björg Arnardóttir vék af fundi kl. 11:55.

Jónas Halldór Friðriksson, Lilja Friðriksdóttir og Bergur Jónmundsson frá Völsungi sátu fundinn undir lið 1.

Iris Waitz forstöðumaður Borgarinnar, frístund, sat fundinn undir lið 3.

1.Málefni íþróttafélagsins Völsungs

Málsnúmer 202404076Vakta málsnúmer

Á fund fjölskylduráðs mæta fulltrúar frá aðalstjórn Völsungs til að fara yfir þætti er varða rekstur íþróttafélagsins.
Fjölskylduráð þakkar Jónasi Halldóri, Lilju og Bergi fulltrúum Völsungs fyrir komuna á fundinn.

2.Áskoranir til Norðurþings

Málsnúmer 202404075Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja áskoranir frá íþróttafélaginu Þingeying sem dagsettar eru 16.apríl 2024.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið og mun taka það upp í tengslum við vinnu við stefnu um uppbyggingu íþrótta- og tómstundaaðstöðu sem fyrirhuguð er síðar á árinu.
Ráðið vísar erindinu til kynningar í skipulags- og framkvæmdaráðs.

3.Borgarhólsskóli - viðbygging, Fjölnotahúsnæði

Málsnúmer 202311123Vakta málsnúmer

Á 183. fundi fjölskylduráðs 16.04.2024, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð þakkar Sigríði og Ástríði frá Basalt arkitektum fyrir kynninguna. Ráðið felur sviðsstjóra velferðarsviðs að kynna tillögurnar fyrir stjórnendum á sviðinu. Fjölskylduráð fjallar aftur um málið á næsta fundi.
Fjölskylduráð leggur til við skipulags- og framkvæmdaráð að unnið verði áfram með tillögu 1.

Fundi slitið - kl. 13:00.