Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Málefni íþróttafélagsins Völsungs
Málsnúmer 202404076Vakta málsnúmer
Á fund fjölskylduráðs mæta fulltrúar frá aðalstjórn Völsungs til að fara yfir þætti er varða rekstur íþróttafélagsins.
Fjölskylduráð þakkar Jónasi Halldóri, Lilju og Bergi fulltrúum Völsungs fyrir komuna á fundinn.
2.Áskoranir til Norðurþings
Málsnúmer 202404075Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggja áskoranir frá íþróttafélaginu Þingeying sem dagsettar eru 16.apríl 2024.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið og mun taka það upp í tengslum við vinnu við stefnu um uppbyggingu íþrótta- og tómstundaaðstöðu sem fyrirhuguð er síðar á árinu.
Ráðið vísar erindinu til kynningar í skipulags- og framkvæmdaráðs.
Ráðið vísar erindinu til kynningar í skipulags- og framkvæmdaráðs.
3.Borgarhólsskóli - viðbygging, Fjölnotahúsnæði
Málsnúmer 202311123Vakta málsnúmer
Á 183. fundi fjölskylduráðs 16.04.2024, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð þakkar Sigríði og Ástríði frá Basalt arkitektum fyrir kynninguna. Ráðið felur sviðsstjóra velferðarsviðs að kynna tillögurnar fyrir stjórnendum á sviðinu. Fjölskylduráð fjallar aftur um málið á næsta fundi.
Fjölskylduráð leggur til við skipulags- og framkvæmdaráð að unnið verði áfram með tillögu 1.
Fundi slitið - kl. 13:00.
Jónas Þór Viðarsson vék af fundi kl. 11:55.
Jóna Björg Arnardóttir vék af fundi kl. 11:55.
Jónas Halldór Friðriksson, Lilja Friðriksdóttir og Bergur Jónmundsson frá Völsungi sátu fundinn undir lið 1.
Iris Waitz forstöðumaður Borgarinnar, frístund, sat fundinn undir lið 3.